Sýningin Heilsa og lífsstíl 2016 verður haldin í Hörpu um komandi helgi. Í tilkynningu frá sýningahöldurum segir að ekkert verði til sparað og megi sjá nýjungar þátttökufyrirtækja, uppákomur og áhugaverðir fagfyrirlestrar sem tengjast heilsu á einn eða annan hátt.
Eins og alltaf verður frítt inn en um 17 þúsund manns mættu á sýninguna í fyrra. Búast má við svipaðri tölu í ár.
Ragga nagli mætir á svæðið, Dansstúdíó World Class verður með atriði og stórfyrirtæki verða meðal sýnenda.

