ISIS-liðar sakaðir um frekari ódæði í Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 14:27 Vígamenn ISIS hafa kveikt elda í olíulindum og brennisteinsverksmiðju svo eitraðar reykgufur liggja yfir stórum svæðum. Vísir/AFP Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur borist til eyrna frekari fregnir af vígamönnum Íslamska ríkisins beita almenna borgara miklu ofbeldi í og við Mosul í Írak. Þeir eru sagðir hafa tekið menn, konur og börn af lífi og eru sagðir skýla sér á bak við almenna borgara. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir þó að starfsmönnum hennar hafi reynst erfitt að staðfesta þær fregnir sem þeim hafa borist. ISIS-liðar eru sagðir hafa myrt 15 borgara í þorpinu Safina og kastað líkum þeirra í á. Það eru þeir sagðir hafa gert til að dreifa ótta meðal annarra íbúa í og við Mosul. Þá munu þeir hafa bundið sex borgara aftan í bíla og dregið þá um bæinn. Fórnarlömb þeirra eru sögð hafa verið skyld leiðtoga ættbálks sem berst með stjórnarhernum um Mosul.Yfirlit yfir orrustuna um Mosul.Vísir/GraphicnewsÍrakski herinn kom að 70 líkum í húsum þorpsins Tuloul Naser á fimmtudaginn. Skotsár fundust á líkunum en ekki hefur verið staðfest að þau hafi verið skotin af vígamönnum ISIS.Tóku konur og börn af lífi Þá hafa borist fregnir af því að vígamenn hafi tekið þrjár konur og þrjú stúlkubörn af lífi við þorp sem heitir Rufeila. Þar að auki særðust fjögur börn. Verið var að neyða íbúa þorpsins til að flytja sig nærri Mosul og drógust konurnar og börnin aftur úr. Eitt barnanna sem tekið var af lífi var með fötlun og er það ástæða þess að þær drógust aftur úr. ISIS-liðar eru þar að auki sagðir hafa myrt um 50 fyrrverandi lögregluþjóna á sunnudaginn. Mennirnir eru sagðir hafa verið i haldi samtakanna frá sumrinu 2014. sem hafa verið í haldi samtakanna frá sumrinu 2014. Þúsundir hafa flúði frá Mosul og nærliggjandi þorpum á undanförnum dögum, eftir að sókn stjórnarhers Íraks og bandamanna þeirra hófst fyrir rúmri viku síðan. Yfirvöld í borginni Kirkuk, sem er í haldi Kúrda, hafa nú skipað öllum þeim sem þangað hafa flúið og halda ekki til í flóttamannabúðum að fara í þær. Annars verði þeim vikið af svæðinu. ISIS-liðar gerðu skyndiárás á borgina á föstudaginn og ollu þar miklum usla. Kúrdar telja að einhverjir vígamannanna hafi falið sig á meðal flóttafólks frá Mosul.Mikil mótspyrna Stjórnarherinn og Kúrdar hafa nú tekið minnst 78 þorp frá ISIS og hafa fellt tæplega 800 vígamenn. Þeir mæta þó enn mikilli mótspyrnu. talið er að allt frá þrjú þúsund til fimm þúsund vígamenn haldi borginni. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00 Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48 Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur borist til eyrna frekari fregnir af vígamönnum Íslamska ríkisins beita almenna borgara miklu ofbeldi í og við Mosul í Írak. Þeir eru sagðir hafa tekið menn, konur og börn af lífi og eru sagðir skýla sér á bak við almenna borgara. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir þó að starfsmönnum hennar hafi reynst erfitt að staðfesta þær fregnir sem þeim hafa borist. ISIS-liðar eru sagðir hafa myrt 15 borgara í þorpinu Safina og kastað líkum þeirra í á. Það eru þeir sagðir hafa gert til að dreifa ótta meðal annarra íbúa í og við Mosul. Þá munu þeir hafa bundið sex borgara aftan í bíla og dregið þá um bæinn. Fórnarlömb þeirra eru sögð hafa verið skyld leiðtoga ættbálks sem berst með stjórnarhernum um Mosul.Yfirlit yfir orrustuna um Mosul.Vísir/GraphicnewsÍrakski herinn kom að 70 líkum í húsum þorpsins Tuloul Naser á fimmtudaginn. Skotsár fundust á líkunum en ekki hefur verið staðfest að þau hafi verið skotin af vígamönnum ISIS.Tóku konur og börn af lífi Þá hafa borist fregnir af því að vígamenn hafi tekið þrjár konur og þrjú stúlkubörn af lífi við þorp sem heitir Rufeila. Þar að auki særðust fjögur börn. Verið var að neyða íbúa þorpsins til að flytja sig nærri Mosul og drógust konurnar og börnin aftur úr. Eitt barnanna sem tekið var af lífi var með fötlun og er það ástæða þess að þær drógust aftur úr. ISIS-liðar eru þar að auki sagðir hafa myrt um 50 fyrrverandi lögregluþjóna á sunnudaginn. Mennirnir eru sagðir hafa verið i haldi samtakanna frá sumrinu 2014. sem hafa verið í haldi samtakanna frá sumrinu 2014. Þúsundir hafa flúði frá Mosul og nærliggjandi þorpum á undanförnum dögum, eftir að sókn stjórnarhers Íraks og bandamanna þeirra hófst fyrir rúmri viku síðan. Yfirvöld í borginni Kirkuk, sem er í haldi Kúrda, hafa nú skipað öllum þeim sem þangað hafa flúið og halda ekki til í flóttamannabúðum að fara í þær. Annars verði þeim vikið af svæðinu. ISIS-liðar gerðu skyndiárás á borgina á föstudaginn og ollu þar miklum usla. Kúrdar telja að einhverjir vígamannanna hafi falið sig á meðal flóttafólks frá Mosul.Mikil mótspyrna Stjórnarherinn og Kúrdar hafa nú tekið minnst 78 þorp frá ISIS og hafa fellt tæplega 800 vígamenn. Þeir mæta þó enn mikilli mótspyrnu. talið er að allt frá þrjú þúsund til fimm þúsund vígamenn haldi borginni.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00 Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48 Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59
ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36
Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00
Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48
Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00