Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður, situr fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis sem hefst klukkan 13.30 í dag.
Þátturinn verður í beinni útsendingu hér á vefnum sem og á Facebook-síðu Vísis en þar geta áhorfendur sent inn spurningar til Lilju og þannig tekið þátt í umræðunum.
Fyrir útsendingu er hægt að senda spurningar á netfangið sunnak@365.is. Umsjónamenn þáttarins eru Stefán Óli Jónsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Uppfært klukkan 14. Útsendingunni er nú lokið og má nálgast hana í spilaranum hér fyrir ofan.
Bein útsending: Lilja Dögg situr fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis
Tengdar fréttir

Viðreisn hvorki hækja Sjálfstæðisflokksins né stóra Samfylkingin
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir flokkinn vera reiðubúinn til að vinna með öllum flokkum svo lengi sem þeir mæti Viðreisn á miðjunni.

Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina
Óttarr Proppé segir jafnaðarmennsku ekki vera keppikefli hjá Bjartri Framtíð eins og hjá Samfylkingunni.

Kominn tími á rödd sem veit um hvað hún er að tala
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að nauðsynlegt sé að fá fólk á þingi sem þekkir á eigin skinni hvernig það sé að vera í lægsta þrepi samfélagsins.

Kosningaspjall Vísis: Menntakerfið hleypi börnunum að borðinu
Húmanistar vilja að menntakerfið hætti að framleiða starfsmenn og auðveldi þeim heldur að skapa sér framtíð á eigin forsendum.