Klippti hárið sitt í miðjum leik og það virkaði | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 10:00 Svetlana Kuznetsova með skærin í nótt. Vísir/Getty Rússneska tenniskonan Svetlana Kuznetsova fórnaði hári fyrir sigur á tennismóti í Singapúr í nótt en þetta er lokamót ársins á milli átta bestu tenniskvenna heims. Svetlana Kuznetsova var að keppa hina pólsku Agnieszku Radwanska og var að berjast fyrir lífi sínu í leiknum þegar hún tók upp skærin í einu leikhléinu.Radwanska vantaði bara eitt stig í viðbót til að tryggja sér sigurinn og slá Svetlönu út. Svetlana Kuznetsova er í sjöunda sæti heimslistans eða fjórum sætum neðar en Agnieszka Radwanska. Kuznetsova var hinsvegar tilbúin að fara öðruvísi leið að því að koma sér í betri stöðu fyrir endasprettinn í leiknum. Hún náði sér í skæri, klippti hlut af taglinu sínu og snéri aftur inn á völlinn. Hún var greinilega léttari á fæti eftir klippinguna því hún tryggði sér sigurinn. Ástæðan var þó samt ekki þyngdin á hárinu heldur það að taglið var alltaf að slást framan í hana. „Ég var að reyna að koma taglinu aftur fyrir hárbandið en hárið mitt er mjög þykkt og þungt. Á lokakaflanum fór taglið alltaf í andlitið á mér og það háði mér,“ sagði Svetlana Kuznetsova eftir leikinn. „Á þeim tímapunkti hugsaði ég: Hvort er mikilvægara núna, hárið sem vex aftur eða leikurinn?,“ sagði Svetlana. Það er hægt að sjá myndband af henni með skærin hér fyrir neðan. Well, @SvetlanaK27 with something you don't see everyday. A self haircut while playing tennis #WTAFinals pic.twitter.com/j9CwFn7MJ2— WTA (@WTA) October 24, 2016 When you cut your hair in-play because it's getting in the way (and you go & break back) #WTAFinals https://t.co/QvzIGBxsy4— WTA (@WTA) October 24, 2016 Tennis Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Rússneska tenniskonan Svetlana Kuznetsova fórnaði hári fyrir sigur á tennismóti í Singapúr í nótt en þetta er lokamót ársins á milli átta bestu tenniskvenna heims. Svetlana Kuznetsova var að keppa hina pólsku Agnieszku Radwanska og var að berjast fyrir lífi sínu í leiknum þegar hún tók upp skærin í einu leikhléinu.Radwanska vantaði bara eitt stig í viðbót til að tryggja sér sigurinn og slá Svetlönu út. Svetlana Kuznetsova er í sjöunda sæti heimslistans eða fjórum sætum neðar en Agnieszka Radwanska. Kuznetsova var hinsvegar tilbúin að fara öðruvísi leið að því að koma sér í betri stöðu fyrir endasprettinn í leiknum. Hún náði sér í skæri, klippti hlut af taglinu sínu og snéri aftur inn á völlinn. Hún var greinilega léttari á fæti eftir klippinguna því hún tryggði sér sigurinn. Ástæðan var þó samt ekki þyngdin á hárinu heldur það að taglið var alltaf að slást framan í hana. „Ég var að reyna að koma taglinu aftur fyrir hárbandið en hárið mitt er mjög þykkt og þungt. Á lokakaflanum fór taglið alltaf í andlitið á mér og það háði mér,“ sagði Svetlana Kuznetsova eftir leikinn. „Á þeim tímapunkti hugsaði ég: Hvort er mikilvægara núna, hárið sem vex aftur eða leikurinn?,“ sagði Svetlana. Það er hægt að sjá myndband af henni með skærin hér fyrir neðan. Well, @SvetlanaK27 with something you don't see everyday. A self haircut while playing tennis #WTAFinals pic.twitter.com/j9CwFn7MJ2— WTA (@WTA) October 24, 2016 When you cut your hair in-play because it's getting in the way (and you go & break back) #WTAFinals https://t.co/QvzIGBxsy4— WTA (@WTA) October 24, 2016
Tennis Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira