Þetta kemur fram á Facebook-síðu Stjörnunnar en Garðabæjarliðið hefur ákveðið að gera engar breytingar á þjálfarateyminu fyrir næstu leiktíð.
Stjarnan byrjaði og endaði Pepsi-deildina vel í sumar. Það fór svo að Stjörnumenn náðu öðru sætinu á eftir Íslandsmeisturum FH og verða í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð.
Fjalar Þorgeirsson verður áfram markvarðaþjálfari liðsins en þetta er sama teymi og var með liðið í sumar. Davíð Snorri er nýjasti meðlimurinn en hann kom frá Leikni fyrir síðustu leiktíð.