Sigmundur Davíð fann knattspyrnugoðsögnina sem „afvopnaði tvo menn með kíttisspaða“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2016 16:15 Mark Duffield og Jón Óskar. Mynd/Sigmundur Davíð Mark Duffield, knattspyrnugoðsögn og héraðslögreglumaður á Siglufirði, kom að því að afvopna menn vegna ástands sem skapaðist við Hótel Sigló á Siglufirði í hádeginu í dag.Þrír menn voru handteknir grunaðir um meðferð skotvopna en umrædd vopn reyndust síðar vera leikfangabyssur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar á Norðurlandi Eystra, er á fullri ferð norðan heiða að ræða við kjósendur í aðdraganda kosninga og hitti fyrir þá Mark og Jón Óskar „vopnaða“ kíttisspaða og málningarbursta. „Þetta var bara grín, þannig lagað,“ segir Mark um samtal þeirra Sigmundar Davíðs á Siglufirði í dag. Hann segist hafa notað tækifæri og bent Sigmundi á fjársveltið þegar komi að lögreglunni úti á landi. Sigmundur Davíð er á ferð og flugi eins og svo margir vegna kosninganna á laugardag.Vísir/Anton brink Varð vitni að umsátrinu Sigmundur Davíð varð vitni að því þegar lögreglumenn bar að garði en lögreglan í Fjallabyggð óskaði eftir liðsauka þegar málið kom upp. Þá lá ekki fyrir að mennirnir væru með leikfangabyssur og ástandið grafalvarlegt. Mark segist ekkert geta tjáð sig um aðkomu sína að málinu en Sigmundur Davíð fullyrðir að Mark hafi afvopnað tvo menn með kíttisspaða einan að vopni, og svo haldið áfram að mála. „Svona gera menn hlutina á Sigló,“ segir Sigmundur í færslu sinni. Vel fór á með þeim Sigmundi Davíð og Mark sem tóku upp Snapchöt en Sigmundur Davíð hefur farið nokkuð mikinn á samfélagsmiðlinum undanfarin misseri. Mark er knattspyrnunnendum og -iðkendum á Íslandi vel þekktur enda spilaði hann í meistaraflokki í 27 ár og þjálfaði stelpur sem stráka norðan heiða. Hann segist enn spila fótbolta þegar hann geti en reyni að passa upp á líkamann. „Ég æfi meira en áður en öðruvísi,“ segir Mark og ljóst að hann er sem fyrr í fantaformi. Því til stuðnings tók hann 1500 armbeygjur í dag, sem þykja reyndar engin tíðindi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Mark Duffield, knattspyrnugoðsögn og héraðslögreglumaður á Siglufirði, kom að því að afvopna menn vegna ástands sem skapaðist við Hótel Sigló á Siglufirði í hádeginu í dag.Þrír menn voru handteknir grunaðir um meðferð skotvopna en umrædd vopn reyndust síðar vera leikfangabyssur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar á Norðurlandi Eystra, er á fullri ferð norðan heiða að ræða við kjósendur í aðdraganda kosninga og hitti fyrir þá Mark og Jón Óskar „vopnaða“ kíttisspaða og málningarbursta. „Þetta var bara grín, þannig lagað,“ segir Mark um samtal þeirra Sigmundar Davíðs á Siglufirði í dag. Hann segist hafa notað tækifæri og bent Sigmundi á fjársveltið þegar komi að lögreglunni úti á landi. Sigmundur Davíð er á ferð og flugi eins og svo margir vegna kosninganna á laugardag.Vísir/Anton brink Varð vitni að umsátrinu Sigmundur Davíð varð vitni að því þegar lögreglumenn bar að garði en lögreglan í Fjallabyggð óskaði eftir liðsauka þegar málið kom upp. Þá lá ekki fyrir að mennirnir væru með leikfangabyssur og ástandið grafalvarlegt. Mark segist ekkert geta tjáð sig um aðkomu sína að málinu en Sigmundur Davíð fullyrðir að Mark hafi afvopnað tvo menn með kíttisspaða einan að vopni, og svo haldið áfram að mála. „Svona gera menn hlutina á Sigló,“ segir Sigmundur í færslu sinni. Vel fór á með þeim Sigmundi Davíð og Mark sem tóku upp Snapchöt en Sigmundur Davíð hefur farið nokkuð mikinn á samfélagsmiðlinum undanfarin misseri. Mark er knattspyrnunnendum og -iðkendum á Íslandi vel þekktur enda spilaði hann í meistaraflokki í 27 ár og þjálfaði stelpur sem stráka norðan heiða. Hann segist enn spila fótbolta þegar hann geti en reyni að passa upp á líkamann. „Ég æfi meira en áður en öðruvísi,“ segir Mark og ljóst að hann er sem fyrr í fantaformi. Því til stuðnings tók hann 1500 armbeygjur í dag, sem þykja reyndar engin tíðindi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45