Kjörseðillinn: Strika má yfir að vild en ekki birta mynd á Facebook Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2016 10:12 Ansi langt er hægt að ganga í yfirstrikunum og uppröðunum, en þó er eitt og annað sem má ekki gera við kjörseðilinn. Vísir/Eyþór Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Hér er reynt að greina frá því hvað má og hvað ekki á mannamáli. Atkvæði er greitt með því að að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa. Hægt er að breyta uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Ekki sýna öðrum kjörseðilinnLáti kjósandi sjá hvað er á kjörseðli hans, það er að segja hvernig er kosið, er seðillinn ónýtur og ekki má skila honum í atkvæðakassa. Þetta þýðir að ekki má sýna neinum kjörseðil sinn eða taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðlum. Ef kjósandi gerir þessi mistök, eða ef rangt kjörmerki er sett á seðil eða krotað er á hann af gáleysi, á kjósandi rétt á að fá nýjan kjörseðil. Fyrri kjörseðill skal afhenda kjörstjórn. Ef kosið er utan kjörfundar er þó hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og hið fyrra er ekki tekið með í talningu. Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutaðTrúnaður milli kjósanda og kjörstjórnarKjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Láti kjósandi sjá hvað á seðli hans er er seðillinn ónýtur og má ekki leggja hann í atkvæðakassann. Ef kjósanda verður þetta á eða ef hann setur skakkt kjörmerki á seðil eða seðill krotast hjá honum af vangá á hann rétt á að fá nýjan kjörseðil. Skal hann þá afhenda kjörstjórninni hinn fyrri seðil. Gengið er til kosninga næstkomandi laugardag, 29. október. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Innanríkisráðuneytisins. Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Hér er reynt að greina frá því hvað má og hvað ekki á mannamáli. Atkvæði er greitt með því að að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa. Hægt er að breyta uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Ekki sýna öðrum kjörseðilinnLáti kjósandi sjá hvað er á kjörseðli hans, það er að segja hvernig er kosið, er seðillinn ónýtur og ekki má skila honum í atkvæðakassa. Þetta þýðir að ekki má sýna neinum kjörseðil sinn eða taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðlum. Ef kjósandi gerir þessi mistök, eða ef rangt kjörmerki er sett á seðil eða krotað er á hann af gáleysi, á kjósandi rétt á að fá nýjan kjörseðil. Fyrri kjörseðill skal afhenda kjörstjórn. Ef kosið er utan kjörfundar er þó hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og hið fyrra er ekki tekið með í talningu. Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutaðTrúnaður milli kjósanda og kjörstjórnarKjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Láti kjósandi sjá hvað á seðli hans er er seðillinn ónýtur og má ekki leggja hann í atkvæðakassann. Ef kjósanda verður þetta á eða ef hann setur skakkt kjörmerki á seðil eða seðill krotast hjá honum af vangá á hann rétt á að fá nýjan kjörseðil. Skal hann þá afhenda kjörstjórninni hinn fyrri seðil. Gengið er til kosninga næstkomandi laugardag, 29. október. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Innanríkisráðuneytisins.
Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira