Viðreisn vill að tekjur af uppboðum renni til uppbyggingar í nærsveitum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2016 19:30 Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð. Viðreisn kynnti í dag helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Viðreisn leggur ríka áherslu á það sé greitt sanngjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðarauðlind og eign íslenska ríkisins. Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboð á aflaheimildunum. Viðreisn vill að tekjurnar af uppboði aflaheimilda renni í sérstakan innviðasjóð sem verði síðan nýttur til atvinnuuppbyggingar, ekki síst á landsbyggðinni.Sveitarfélögin fá beina aðkomu að ráðstöfun fjármuna „Hugmyndin er í grunninn mjög einföld. Það er verið að láta afgjaldið af auðlindinni renna í sérstakan innviðasjóð sem færi til uppbyggingar á viðkomandi landsvæðum þar sem aflaheimildir eru uppurnar. Um leið fengju viðkomandi sveitarfélög og byggðir aðkomu að því hvernig þeim fjármunum yrði forgangsraðað í fjárfestingu í innviðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavík-norður. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. Þorsteinn segir að með þessu fáist fjármagn til uppbyggingar í vegakerfinu, fjarskiptakerfum. Markmiðið sé að styrkja og stækka atvinnusvæðin á landsbyggðinni. Eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar er ábyrg stefna í ríkisfjármálum og aðhald þar en þetta stefnumál er grunnforsenda þess að hægt sé að breyta um peningastefnu og innleiða svokallað myntráð eða fastgengisstefnu þar sem gengi íslensku krónunnar er fest við gengi evrunnar. Forystumenn Viðreisnar telja að vaxtalækkunin sem fylgi slíkri stefnu muni búa til miklar hagsbætur hjá ríkinu, sveitarfélögum og almenningi. Þorsteinn seir að miðað við 3 prósenta lækkun vaxta myndist 180 milljarða króna sparnaður.Þverbrutum allar reglur sem voru forsenda fastgengisstefnu Innleiðing fastgengisstefnu er kollvörpun á núverandi peningastefnu sem byggir á verðbólgumarkmiði. Núverandi peningastefna var innleidd af Seðlabanka Íslands í mars 2001. Fram að þeim tíma höfðu Íslendingar vísi að fastgengisstefnu. En hver er munurinn á þeirri stefnu og hugmynd Viðreisnar um myntráð með festingu gengis íslensku krónunnar við gengi evrunnar? „Vandi þeirra stefnu var að bæði á vettvangi stjórnmálanna og á vettvangi vinnumarkaðarins voru í raun og veru allar leikreglur slíkrar fastgengisstefnu margbrotnar. Það er forsenda fastgengisstefnu eins og við sjáum í nágrannalöndum eins og hjá Dönum sem hafa stuðst við slíka stefnu í þrjá áratugi. Ábyrg ríkisfjármálastefna, ábyrgur vinnumarkaður og samspil þessara tveggja þátta er lykilatriði við framkvæmd fastgengisstefnu,“ segir Þorsteinn. Í raun er hægt að ganga lengra en að segja þetta lykilatriði. Segja má að þetta sé grunnforsenda þess að hægt sé að framkvæma peningastefnu af þessu tagi. Önnur forsenda er mikill óskuldsettur gjaldeyrisforði hjá Seðlabanka Íslands. Óskuldsettur forði í dag er á bilinu 400-450 milljarðar króna hjá Seðlabankanum. Aðspurður segir Þorsteinn að forðinn þurfi ekki að vera mikið stærri en þetta svo stefnan sé framkvæmanleg. Kosningar 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð. Viðreisn kynnti í dag helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Viðreisn leggur ríka áherslu á það sé greitt sanngjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðarauðlind og eign íslenska ríkisins. Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboð á aflaheimildunum. Viðreisn vill að tekjurnar af uppboði aflaheimilda renni í sérstakan innviðasjóð sem verði síðan nýttur til atvinnuuppbyggingar, ekki síst á landsbyggðinni.Sveitarfélögin fá beina aðkomu að ráðstöfun fjármuna „Hugmyndin er í grunninn mjög einföld. Það er verið að láta afgjaldið af auðlindinni renna í sérstakan innviðasjóð sem færi til uppbyggingar á viðkomandi landsvæðum þar sem aflaheimildir eru uppurnar. Um leið fengju viðkomandi sveitarfélög og byggðir aðkomu að því hvernig þeim fjármunum yrði forgangsraðað í fjárfestingu í innviðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavík-norður. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. Þorsteinn segir að með þessu fáist fjármagn til uppbyggingar í vegakerfinu, fjarskiptakerfum. Markmiðið sé að styrkja og stækka atvinnusvæðin á landsbyggðinni. Eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar er ábyrg stefna í ríkisfjármálum og aðhald þar en þetta stefnumál er grunnforsenda þess að hægt sé að breyta um peningastefnu og innleiða svokallað myntráð eða fastgengisstefnu þar sem gengi íslensku krónunnar er fest við gengi evrunnar. Forystumenn Viðreisnar telja að vaxtalækkunin sem fylgi slíkri stefnu muni búa til miklar hagsbætur hjá ríkinu, sveitarfélögum og almenningi. Þorsteinn seir að miðað við 3 prósenta lækkun vaxta myndist 180 milljarða króna sparnaður.Þverbrutum allar reglur sem voru forsenda fastgengisstefnu Innleiðing fastgengisstefnu er kollvörpun á núverandi peningastefnu sem byggir á verðbólgumarkmiði. Núverandi peningastefna var innleidd af Seðlabanka Íslands í mars 2001. Fram að þeim tíma höfðu Íslendingar vísi að fastgengisstefnu. En hver er munurinn á þeirri stefnu og hugmynd Viðreisnar um myntráð með festingu gengis íslensku krónunnar við gengi evrunnar? „Vandi þeirra stefnu var að bæði á vettvangi stjórnmálanna og á vettvangi vinnumarkaðarins voru í raun og veru allar leikreglur slíkrar fastgengisstefnu margbrotnar. Það er forsenda fastgengisstefnu eins og við sjáum í nágrannalöndum eins og hjá Dönum sem hafa stuðst við slíka stefnu í þrjá áratugi. Ábyrg ríkisfjármálastefna, ábyrgur vinnumarkaður og samspil þessara tveggja þátta er lykilatriði við framkvæmd fastgengisstefnu,“ segir Þorsteinn. Í raun er hægt að ganga lengra en að segja þetta lykilatriði. Segja má að þetta sé grunnforsenda þess að hægt sé að framkvæma peningastefnu af þessu tagi. Önnur forsenda er mikill óskuldsettur gjaldeyrisforði hjá Seðlabanka Íslands. Óskuldsettur forði í dag er á bilinu 400-450 milljarðar króna hjá Seðlabankanum. Aðspurður segir Þorsteinn að forðinn þurfi ekki að vera mikið stærri en þetta svo stefnan sé framkvæmanleg.
Kosningar 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira