Mikill ferðamannastraumur við Geysi í Haukadal nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 23. október 2016 18:38 Vísi barst þessi mynd sem tekin var við Geysi í Haukadal í dag. mynd/Kári jónasson „Það er búið að vera gríðarlegur munur á milli ára,“ segir Jón Örvar Baldvinsson, umsjónarmaður tjaldstæðisins Skjóls við Geysi í Haukadal um ferðamannastrauminn á svæðinu. Svæðið í kringum Geysi er með vinsælustu áfangastöðum ferðamanna sem heimsækja Ísland enda hluti af gullna hringnum, ásamt Gullfossi og Þingvöllum. Helstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins bjóða upp á rútuferðir að Geysi nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring. Fjölmargir ferðamenn leggja jafnframt leið sína á svæðið á bílaleigubílum. Að sögn Jóns Örvars hefur dagsferðum ekki einungis fjölgað heldur ber einnig mikið á ferðalöngum sem tjalda í eina eða fleiri nætur á tjaldstæðinu. Tíðarfar hefur verið gott í haust og svokallaðir „camperar“ hafa aukist mikið í vinsældum upp á síðkastið „Á hverju einasta kvöldi eru hér „camperar“. Þannig var þetta ekki í fyrra,“ segir Jón Örvar og bætir við að húsbílar séu einnig algengari sjón en á síðustu árum. „Svo er alltaf einn og einn í tjaldi,“ segir hann.„Camperar“ hættir að leggja utan tjaldstæðaJón Örvar segir að ferðamannastraumurinn í haust hafi verið óvenjumikill. „Þetta var ekki svona í fyrra. Þá var einn og einn á ferðinni [á tjaldstæðinu] en núna fáum við fólk á hverjum degi,“ bætir hann við. Að mati Jóns standa innviðir Geysis í Haukadal nógu sterkum fótum til þess að taka á móti svo miklum fjölda ferðamanna enda staldra flestir gestir stutt við. Að hans mati er umgengni ferðafólksins til fyrirmyndar. „Hún er mjög fín. Ég verð ekki var við neitt annað.“ Jón nefnir einnig að ferðafólk sem ferðast um á „camperum“ hafi að mestu leyti látið af því að leggja bifreiðum sínum utan tjaldstæða og telur hann líklegt að upplýsingaflæði af hálfu bílaleiganna sé orðið betra. „Það er meira um það núna að fólk sé að leggja hérna hjá mér og borga fyrir heldur en að fólk sé að leggja úti um allt,“ segir Jón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45 Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Það er búið að vera gríðarlegur munur á milli ára,“ segir Jón Örvar Baldvinsson, umsjónarmaður tjaldstæðisins Skjóls við Geysi í Haukadal um ferðamannastrauminn á svæðinu. Svæðið í kringum Geysi er með vinsælustu áfangastöðum ferðamanna sem heimsækja Ísland enda hluti af gullna hringnum, ásamt Gullfossi og Þingvöllum. Helstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins bjóða upp á rútuferðir að Geysi nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring. Fjölmargir ferðamenn leggja jafnframt leið sína á svæðið á bílaleigubílum. Að sögn Jóns Örvars hefur dagsferðum ekki einungis fjölgað heldur ber einnig mikið á ferðalöngum sem tjalda í eina eða fleiri nætur á tjaldstæðinu. Tíðarfar hefur verið gott í haust og svokallaðir „camperar“ hafa aukist mikið í vinsældum upp á síðkastið „Á hverju einasta kvöldi eru hér „camperar“. Þannig var þetta ekki í fyrra,“ segir Jón Örvar og bætir við að húsbílar séu einnig algengari sjón en á síðustu árum. „Svo er alltaf einn og einn í tjaldi,“ segir hann.„Camperar“ hættir að leggja utan tjaldstæðaJón Örvar segir að ferðamannastraumurinn í haust hafi verið óvenjumikill. „Þetta var ekki svona í fyrra. Þá var einn og einn á ferðinni [á tjaldstæðinu] en núna fáum við fólk á hverjum degi,“ bætir hann við. Að mati Jóns standa innviðir Geysis í Haukadal nógu sterkum fótum til þess að taka á móti svo miklum fjölda ferðamanna enda staldra flestir gestir stutt við. Að hans mati er umgengni ferðafólksins til fyrirmyndar. „Hún er mjög fín. Ég verð ekki var við neitt annað.“ Jón nefnir einnig að ferðafólk sem ferðast um á „camperum“ hafi að mestu leyti látið af því að leggja bifreiðum sínum utan tjaldstæða og telur hann líklegt að upplýsingaflæði af hálfu bílaleiganna sé orðið betra. „Það er meira um það núna að fólk sé að leggja hérna hjá mér og borga fyrir heldur en að fólk sé að leggja úti um allt,“ segir Jón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45 Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45
Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59