Fylkir vann í dag sinn fyrsta sigur í Olís-deild kvenna er liðið skellti Íslandsmeisturum Gróttu á Nesinu, 18-21.
Leikurinn var æsispennandi frá upphafi og munaði aðeins einu marki á liðunum í hálfleik. Fylkisstúlkur náðu svo að innbyrða sigur að lokum.
Þrátt fyrir sigurinn er Fylkir enn í neðsta sæti en Grótta er frekar óvænt í næstneðsta sæti deildarinnar.
Stefán Karlsson tók myndirnar sem má skoða hér að ofan.
Grótta-Fylkir 18-21 (8-9)
Mörk Gróttu: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Lovía Thompson 4, Guðný Hjaltadóttir 3, Emma Sardarsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2.
Mörk Fylkis: Christine Rishaug 6, Þuríður Guðjónsdóttir 6, Hildur Karen Jóhannsdóttir 4, Ólöf Þorsteinsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Kristjana Steinarsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1.
