Erlent

ISIS myrtu hundruði í Mosul

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Þúsundir manna hafa flúið Mosul af ótta við átökin þar.
Þúsundir manna hafa flúið Mosul af ótta við átökin þar. Vísir/Getty
ISIS myrti 284 menn og drengi í fjöldaaftöku sem var framkvæmd um það leyti sem her bandamanna nálgaðist borgina Mosul í Írak á fimmtudag og föstudag. Harðir bardagar hafa verið háðir í nærliggjandi borgum við Mosul þar sem talið er að höfuðstöðvar ISIS í Írak séu.

Fullyrt er að mennirnir og drengirnir hafi verið notaðir sem mannlegir skyldir og þeir sem lifðu af hafi svo verið myrtir og grafnir í fjöldagröf í borginni.

Talsmenn bandamanna segja árásir ISIS á heri bandamanna í nærliggjandi borgir vera gerðar til þess að beina athygli þeirra frá borginni Mosul svo að yfirmenn hers ISIS nái að finna undankomuleið út úr borginni áður en her bandamanna kemst þangað.

Íraski herinn berst nú fyrir því að ná völdum í borginni Hamdaniya (einnig þekkt sem Qaraqosh) sem er í 15 kílómetra fjarlægð suð-austan Mosul.

ISIS er á undanhaldi í Írak og talið er að her þeirra undirbúi flótta yfir til Sýrlands og nærliggjandi ríkja.


Tengdar fréttir

Þúsundir flýja Mosul

Rússar vara Íraka og bandamenn þeirra við því að leyfa vígamönnum að sleppa frá borginni.

Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl

Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta.

Hálf milljón barna í hættu í Mosúl

Írakskar og kúrdískar öryggissveitir sækja nú að borginni og reyna taka hana aftur úr höndum liðsmanna ISIS sem hafa þar ráðið lögum og lofum í rúm tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×