Viðskipti innlent

EES vörn fyrir íslenskum popúlisma

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði á skrifstofu sinni í Háskóla Íslands.
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði á skrifstofu sinni í Háskóla Íslands. 365/Þorbjörn Þórðarson
Fram til þessa hafa aðal not EES samningsins verið að vernda íslensk fyrirtæki og neytendur fyrir íslenskum popúlisma. Þegar litið er fram í tímann er líklegt að samningurinn muni nú í auknum mæli snúast um vernd gegn erlendum popúlisma.

Þetta segir dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur í nýju fréttabréfi fjármálafyrirtækisins Virðingar.

Ásgeir segir það hljóma undarlega nú en það virðist margir hér á landi telja Brexit vera tækifæri fyrir Íslendinga. Þetta sé alrangt. 

Með brotthvarfi Breta hafi hinn sameiginlegi markaður Evrópu minnkað og þannig hafi þrengt að utanríkisviðskiptum Íslands.

Nú sé einnig komið í ljós að hið nýja Bretland utan ESB, sé „þjóðernissinnað og innilokandi“ er marka megi þá stefnu sem Theresa May forsætisráðherra landsins hafi sett fram. Þetta sé aðeins fyrirboði um það sem koma skal.


Tengdar fréttir

Merkel gagnrýnir Brexit-áætlanir May

Þýskalandskanslari segir að ESB verði að standa vörð um það að frjálst flæði verkafólks sé órjúfanlegur hluti hins sameiginlega markaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×