Þessar persónur, Han Solo og Lando Calrissian, urðu dáðar í Stjörnustríðsmyndunum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en þá leiknir af Harrison Ford og Billy Dee Williams.
Phil Lord og Christopher Miller munu leikstýra þessari Han Solo-mynd. Donald Glover er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum Community en hann skapaði einnig þáttaröðina Atlanta sem hann fer sjálfur með aðalhlutverkið í.
Hann er einnig liðtækur tónlistarmaður en gengur þar undir listamannsnafninu Childish Gambino.