Katrín hafnar stjórn með Sjálfstæðisflokki Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2016 00:01 Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn eigi ekki samleið með núverandi ríkisstjórnarflokkum og fyrsti valkostur sé alltaf vinstristjórn, án þátttöku þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það leiða af eðli máls að samstarf við vinstriflokka sé langsóttur kostur. Valkostirnir fyrir kosningar séu afar skýrir. Á internetinu hafa birst fréttir af ummælum sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra á að hafa látið falla á fundi með stuðningsmönnum VG í Grímsey á dögunum. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gerði þetta að umtalsefni á Facebook. „Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Benedikt. Umfjöllun um meint ummæli Steingríms gengu svo langt að greint var frá því í frétt með fyrirsögninni: „Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni“Benedikt segir að Steingrímur hafi gleymt því að stundum birast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum. Steingrímur J. Sigfússon hefur borið þetta til baka og segir það þvætting að hann hafi lýst slíku fram á fundi í Grímsey. En í raun skiptir ekki máli hvað Steingrímur sagði eða sagði ekki á fundinum í Grímsey. Hann er ekki formaður Vinstri grænna því hún heitir Katrín Jakobsdóttir. Katrín var ekki í Grímsey en segist hafa rætt málið við Steingrím sem hafi borið þessar fréttir til baka. Hún segir að það myndi ganga gegn samþykktum flokksþings VG að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrsti valkostur sé alltaf myndun ríkisstjórnar með þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að margt hafi verið sagt í umræðunni sem standist illa skoðun en staðan sem sé að teiknast upp sé skýr. Annað hvort ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórn undir forystu VG og Pírata. Kosningar 2016 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn eigi ekki samleið með núverandi ríkisstjórnarflokkum og fyrsti valkostur sé alltaf vinstristjórn, án þátttöku þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það leiða af eðli máls að samstarf við vinstriflokka sé langsóttur kostur. Valkostirnir fyrir kosningar séu afar skýrir. Á internetinu hafa birst fréttir af ummælum sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra á að hafa látið falla á fundi með stuðningsmönnum VG í Grímsey á dögunum. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gerði þetta að umtalsefni á Facebook. „Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Benedikt. Umfjöllun um meint ummæli Steingríms gengu svo langt að greint var frá því í frétt með fyrirsögninni: „Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni“Benedikt segir að Steingrímur hafi gleymt því að stundum birast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum. Steingrímur J. Sigfússon hefur borið þetta til baka og segir það þvætting að hann hafi lýst slíku fram á fundi í Grímsey. En í raun skiptir ekki máli hvað Steingrímur sagði eða sagði ekki á fundinum í Grímsey. Hann er ekki formaður Vinstri grænna því hún heitir Katrín Jakobsdóttir. Katrín var ekki í Grímsey en segist hafa rætt málið við Steingrím sem hafi borið þessar fréttir til baka. Hún segir að það myndi ganga gegn samþykktum flokksþings VG að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrsti valkostur sé alltaf myndun ríkisstjórnar með þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að margt hafi verið sagt í umræðunni sem standist illa skoðun en staðan sem sé að teiknast upp sé skýr. Annað hvort ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórn undir forystu VG og Pírata.
Kosningar 2016 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira