Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir á að sitja áfram í stjórn Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2016 19:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stýrði sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og staðfesti þar nýlega samþykkt lög frá Alþingi. Eftir rúma viku bíður hans að veita einhverjum leiðtoga sjö stjórnmálaflokka umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var líka síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fram að kosningum. En á laugardaginn eftir viku kemur í ljós hverjir eru líklegir til að mæta til reglulegra funda hjá forseta Íslands. Ríkisráðsfundir eru hefbundnar samkomur þar sem einstakir ráðherrar bera lagafrumvörp upp við forseta til endurstaðfestingar en þetta er líka formlegur vettvangur til samtals forsetans við ráðherra. Forseti hverju sinni á hins vegar reglulega trúnaðrsamtöl við forsætisráðherra og eftir atvikum aðra ráðherra og stjórnmálamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið forsætisráðherra í 28 vikur og ekki víst að hann verði það að loknum kosningum eftir viku.Hvernig var það að vera á síðasta ríkisráðsfundi fyrir kosningar. Þú hefur ekki verið forsætisráðherra í langan tíma?„Við vorum einmitt að rifja það upp hér í upphafi ríkisráðsfundar, af því forsetinn var auðvitað á sínum fyrsta, að þegar við komum í ríkisstjórn árið 2013 hafði ekkert okkar áður setið ríkisráðsfund. Þannig að það eru margir reglulega að læra nýja hluti í íslensku samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hefur að undanfönu mælst með minna en tíu prósent í skoðanakönnunum og líkur á að þingmönnum flokksins fækki úr nítján í átta til níu. Forsætisráðherra segist hins vegar vona að kjósendur kynni sér vel stefnumál flokksins. „Og þess vegna geng ég bjartsýnn inn í þessa viku. En það er rétt að við höfum legið heldur lágt, reyndar allt kjörtímabilið. En vika er langur tími í pólitík og ég er algerlega tilbúinn til að vinna áfram þess vegna sem forsætisráðherra ef það endar þannig,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á að hann eigi eftir að sitja ríkisráðsfundi eftir kosningar. „Já ég trúi því og að við munum nýta síðustu dagana vel. Mér finnst fínt að kosningabaráttan er aðeins að kristallst í tvo valkosti,“ segir Bjarni. „Ég er bara algerlega á öndverðum meiði við þá sem eru að boða miklar kollsteypur á stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið, upptöku nýs gjaldmiðils og annað þess háttar. En á endanum verða kjósendur að velja hvaða leið á að fara.“Þú heldur semsagt að þú getir fengið einhvern í stjórn með ykkur og Framsóknarmönnum um þessi sjónarmið? „Ég held að í öllum flokkum sé fólk sem skilur að okkur ber skylda til að verja lýðræðislega fengna niðurstöðu. Við munum vinna með það sem við fáum í þessum kosningum til að gera sem allra best fyrir land og þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stýrði sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og staðfesti þar nýlega samþykkt lög frá Alþingi. Eftir rúma viku bíður hans að veita einhverjum leiðtoga sjö stjórnmálaflokka umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var líka síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fram að kosningum. En á laugardaginn eftir viku kemur í ljós hverjir eru líklegir til að mæta til reglulegra funda hjá forseta Íslands. Ríkisráðsfundir eru hefbundnar samkomur þar sem einstakir ráðherrar bera lagafrumvörp upp við forseta til endurstaðfestingar en þetta er líka formlegur vettvangur til samtals forsetans við ráðherra. Forseti hverju sinni á hins vegar reglulega trúnaðrsamtöl við forsætisráðherra og eftir atvikum aðra ráðherra og stjórnmálamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið forsætisráðherra í 28 vikur og ekki víst að hann verði það að loknum kosningum eftir viku.Hvernig var það að vera á síðasta ríkisráðsfundi fyrir kosningar. Þú hefur ekki verið forsætisráðherra í langan tíma?„Við vorum einmitt að rifja það upp hér í upphafi ríkisráðsfundar, af því forsetinn var auðvitað á sínum fyrsta, að þegar við komum í ríkisstjórn árið 2013 hafði ekkert okkar áður setið ríkisráðsfund. Þannig að það eru margir reglulega að læra nýja hluti í íslensku samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hefur að undanfönu mælst með minna en tíu prósent í skoðanakönnunum og líkur á að þingmönnum flokksins fækki úr nítján í átta til níu. Forsætisráðherra segist hins vegar vona að kjósendur kynni sér vel stefnumál flokksins. „Og þess vegna geng ég bjartsýnn inn í þessa viku. En það er rétt að við höfum legið heldur lágt, reyndar allt kjörtímabilið. En vika er langur tími í pólitík og ég er algerlega tilbúinn til að vinna áfram þess vegna sem forsætisráðherra ef það endar þannig,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á að hann eigi eftir að sitja ríkisráðsfundi eftir kosningar. „Já ég trúi því og að við munum nýta síðustu dagana vel. Mér finnst fínt að kosningabaráttan er aðeins að kristallst í tvo valkosti,“ segir Bjarni. „Ég er bara algerlega á öndverðum meiði við þá sem eru að boða miklar kollsteypur á stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið, upptöku nýs gjaldmiðils og annað þess háttar. En á endanum verða kjósendur að velja hvaða leið á að fara.“Þú heldur semsagt að þú getir fengið einhvern í stjórn með ykkur og Framsóknarmönnum um þessi sjónarmið? „Ég held að í öllum flokkum sé fólk sem skilur að okkur ber skylda til að verja lýðræðislega fengna niðurstöðu. Við munum vinna með það sem við fáum í þessum kosningum til að gera sem allra best fyrir land og þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent