Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir á að sitja áfram í stjórn Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2016 19:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stýrði sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og staðfesti þar nýlega samþykkt lög frá Alþingi. Eftir rúma viku bíður hans að veita einhverjum leiðtoga sjö stjórnmálaflokka umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var líka síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fram að kosningum. En á laugardaginn eftir viku kemur í ljós hverjir eru líklegir til að mæta til reglulegra funda hjá forseta Íslands. Ríkisráðsfundir eru hefbundnar samkomur þar sem einstakir ráðherrar bera lagafrumvörp upp við forseta til endurstaðfestingar en þetta er líka formlegur vettvangur til samtals forsetans við ráðherra. Forseti hverju sinni á hins vegar reglulega trúnaðrsamtöl við forsætisráðherra og eftir atvikum aðra ráðherra og stjórnmálamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið forsætisráðherra í 28 vikur og ekki víst að hann verði það að loknum kosningum eftir viku.Hvernig var það að vera á síðasta ríkisráðsfundi fyrir kosningar. Þú hefur ekki verið forsætisráðherra í langan tíma?„Við vorum einmitt að rifja það upp hér í upphafi ríkisráðsfundar, af því forsetinn var auðvitað á sínum fyrsta, að þegar við komum í ríkisstjórn árið 2013 hafði ekkert okkar áður setið ríkisráðsfund. Þannig að það eru margir reglulega að læra nýja hluti í íslensku samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hefur að undanfönu mælst með minna en tíu prósent í skoðanakönnunum og líkur á að þingmönnum flokksins fækki úr nítján í átta til níu. Forsætisráðherra segist hins vegar vona að kjósendur kynni sér vel stefnumál flokksins. „Og þess vegna geng ég bjartsýnn inn í þessa viku. En það er rétt að við höfum legið heldur lágt, reyndar allt kjörtímabilið. En vika er langur tími í pólitík og ég er algerlega tilbúinn til að vinna áfram þess vegna sem forsætisráðherra ef það endar þannig,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á að hann eigi eftir að sitja ríkisráðsfundi eftir kosningar. „Já ég trúi því og að við munum nýta síðustu dagana vel. Mér finnst fínt að kosningabaráttan er aðeins að kristallst í tvo valkosti,“ segir Bjarni. „Ég er bara algerlega á öndverðum meiði við þá sem eru að boða miklar kollsteypur á stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið, upptöku nýs gjaldmiðils og annað þess háttar. En á endanum verða kjósendur að velja hvaða leið á að fara.“Þú heldur semsagt að þú getir fengið einhvern í stjórn með ykkur og Framsóknarmönnum um þessi sjónarmið? „Ég held að í öllum flokkum sé fólk sem skilur að okkur ber skylda til að verja lýðræðislega fengna niðurstöðu. Við munum vinna með það sem við fáum í þessum kosningum til að gera sem allra best fyrir land og þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stýrði sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og staðfesti þar nýlega samþykkt lög frá Alþingi. Eftir rúma viku bíður hans að veita einhverjum leiðtoga sjö stjórnmálaflokka umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var líka síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fram að kosningum. En á laugardaginn eftir viku kemur í ljós hverjir eru líklegir til að mæta til reglulegra funda hjá forseta Íslands. Ríkisráðsfundir eru hefbundnar samkomur þar sem einstakir ráðherrar bera lagafrumvörp upp við forseta til endurstaðfestingar en þetta er líka formlegur vettvangur til samtals forsetans við ráðherra. Forseti hverju sinni á hins vegar reglulega trúnaðrsamtöl við forsætisráðherra og eftir atvikum aðra ráðherra og stjórnmálamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið forsætisráðherra í 28 vikur og ekki víst að hann verði það að loknum kosningum eftir viku.Hvernig var það að vera á síðasta ríkisráðsfundi fyrir kosningar. Þú hefur ekki verið forsætisráðherra í langan tíma?„Við vorum einmitt að rifja það upp hér í upphafi ríkisráðsfundar, af því forsetinn var auðvitað á sínum fyrsta, að þegar við komum í ríkisstjórn árið 2013 hafði ekkert okkar áður setið ríkisráðsfund. Þannig að það eru margir reglulega að læra nýja hluti í íslensku samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hefur að undanfönu mælst með minna en tíu prósent í skoðanakönnunum og líkur á að þingmönnum flokksins fækki úr nítján í átta til níu. Forsætisráðherra segist hins vegar vona að kjósendur kynni sér vel stefnumál flokksins. „Og þess vegna geng ég bjartsýnn inn í þessa viku. En það er rétt að við höfum legið heldur lágt, reyndar allt kjörtímabilið. En vika er langur tími í pólitík og ég er algerlega tilbúinn til að vinna áfram þess vegna sem forsætisráðherra ef það endar þannig,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á að hann eigi eftir að sitja ríkisráðsfundi eftir kosningar. „Já ég trúi því og að við munum nýta síðustu dagana vel. Mér finnst fínt að kosningabaráttan er aðeins að kristallst í tvo valkosti,“ segir Bjarni. „Ég er bara algerlega á öndverðum meiði við þá sem eru að boða miklar kollsteypur á stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið, upptöku nýs gjaldmiðils og annað þess háttar. En á endanum verða kjósendur að velja hvaða leið á að fara.“Þú heldur semsagt að þú getir fengið einhvern í stjórn með ykkur og Framsóknarmönnum um þessi sjónarmið? „Ég held að í öllum flokkum sé fólk sem skilur að okkur ber skylda til að verja lýðræðislega fengna niðurstöðu. Við munum vinna með það sem við fáum í þessum kosningum til að gera sem allra best fyrir land og þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira