Evrópa fer ekki neitt! Andrés Pétursson skrifar 22. október 2016 07:00 Evrópumálin hafi ekki verið fyrirferðamikil í þessari kosningabaráttu. Samt sem áður höldum við Íslendingar áfram í gegnum EES-samninginn að taka inn í okkar löggjöf tilskipanir og reglugerðir sem aldrei fyrr. Evrópa heldur líka áfram að vera langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu þrátt fyrir áratuga vinnu að finna nýja markaði fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Við tökum fullan þátt í rannsókna-, vísinda- þróunar-, mennta- og menningaráætlunum Evrópusambandsins og nýjasta útspil stjórnvalda er að lýsa yfir vilja til að taka þátt í geimferðaáætlun ESB. Samt sem áður fussa og sveia margir talsmenn stjórnarflokkanna og þreytast ekki á því að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagur okkar er nátengdur þróun og horfum í evrópsku efnahagslífi. Íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nátengdir Evrópu og tilraunir til að breiða yfir þá staðreynd eru í raun grafalvarlegt fyrir samfélagsumræðuna. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa verið ein aðalástæðan fyrir að sterk öflug alþjóðleg fyrirtæki hafa ekki vaxið og dafnað hér á landi. Marel, Össur og í raun CCP uxu upp í krafti fastgengisstefnu en hafa undanfarin 10-15 ár vaxið erlendis. Margir sprotar hafa vaxið upp á undanförnum árum en ekkert þessara fyrirtækja hafa náð ásættanlegri stærð hér landi. Þau hafa annað hvort sameinast erlendum samstarfsaðilum, flutt starfsemi sína úr landi eða lagt upp laupana. Menn hafa deilt um hver stóran hluta af löggjöf ESB Íslendingar eru að taka yfir en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Meginmálið er að þessi löggjöf er að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga á nánast hverjum einasta degi án þess að almenningur geri sér almennilega grein fyrir því. Þar má nefna íslensk samkeppnislög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnar og lög um réttindi flugfarþega. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. Þannig væri hægt að telja upp margvíslega löggjöf sem Íslendingar taka upp án þess að hafa nokkra aðkomu að setningu þessara laga nema að því leyti að Alþingi stimplar þau með reglulegu millibili. Því er ekki að leyna að stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og hagstætt verðlag á íslenskum sjávarafurðum hefur reynst mikil búbót fyrir íslenskt samfélag. En óveðursskýin hrannast samt upp við sjóndeildarhringinn. Í raun má líkja ástandinu á Íslandi við svikalogn. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar er farið að skapa vandamál fyrir íslenska útflytjendur og í raun alla aðila sem standa í verslun og viðskiptum. Erfitt er að reka fyrirtæki í slíku ástandi. Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur leitt til þess að flytja hefur þurft mikið inn af ófaglærðu fólki í ýmsar greinar þjónustu- og byggingariðnaðarins. Á sama tíma hafa vel menntaðir Íslendingar átt í erfiðleikum að fá vinnu við sitt hæfi og margir af þeim hafa hrökklast úr landi. Þetta er áhyggjuefni ef horft er til lengri tíma fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi rússibanareið hefur því miður verið staðreynd í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi. Þessar sveiflur munu halda áfram á meðan að erum að reyna að reka minnsta myntsvæði í veröldinni. Með okkar örmynt eru Íslendingar háðir sterkum alþjóðlegum peningaöflum sem við höfum enga stjórn á. Ég vil hvetja alla til að sjá heimildamynd Péturs Einarssonar, fyrrum forstjóra Straums, Ransacked, sem núna er sýnd í Bíó Paradís, sem sýnir okkur þetta svart á hvítu. Ég hvet því kjósendur að leggja þeim flokkum lið sem þora að horfa fram á við með langtímahagsmuni íslensk samfélags í huga. Evrópa fer ekki neitt og þar liggur okkar framtíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Andrés Pétursson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Evrópumálin hafi ekki verið fyrirferðamikil í þessari kosningabaráttu. Samt sem áður höldum við Íslendingar áfram í gegnum EES-samninginn að taka inn í okkar löggjöf tilskipanir og reglugerðir sem aldrei fyrr. Evrópa heldur líka áfram að vera langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu þrátt fyrir áratuga vinnu að finna nýja markaði fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Við tökum fullan þátt í rannsókna-, vísinda- þróunar-, mennta- og menningaráætlunum Evrópusambandsins og nýjasta útspil stjórnvalda er að lýsa yfir vilja til að taka þátt í geimferðaáætlun ESB. Samt sem áður fussa og sveia margir talsmenn stjórnarflokkanna og þreytast ekki á því að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagur okkar er nátengdur þróun og horfum í evrópsku efnahagslífi. Íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nátengdir Evrópu og tilraunir til að breiða yfir þá staðreynd eru í raun grafalvarlegt fyrir samfélagsumræðuna. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa verið ein aðalástæðan fyrir að sterk öflug alþjóðleg fyrirtæki hafa ekki vaxið og dafnað hér á landi. Marel, Össur og í raun CCP uxu upp í krafti fastgengisstefnu en hafa undanfarin 10-15 ár vaxið erlendis. Margir sprotar hafa vaxið upp á undanförnum árum en ekkert þessara fyrirtækja hafa náð ásættanlegri stærð hér landi. Þau hafa annað hvort sameinast erlendum samstarfsaðilum, flutt starfsemi sína úr landi eða lagt upp laupana. Menn hafa deilt um hver stóran hluta af löggjöf ESB Íslendingar eru að taka yfir en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Meginmálið er að þessi löggjöf er að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga á nánast hverjum einasta degi án þess að almenningur geri sér almennilega grein fyrir því. Þar má nefna íslensk samkeppnislög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnar og lög um réttindi flugfarþega. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. Þannig væri hægt að telja upp margvíslega löggjöf sem Íslendingar taka upp án þess að hafa nokkra aðkomu að setningu þessara laga nema að því leyti að Alþingi stimplar þau með reglulegu millibili. Því er ekki að leyna að stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og hagstætt verðlag á íslenskum sjávarafurðum hefur reynst mikil búbót fyrir íslenskt samfélag. En óveðursskýin hrannast samt upp við sjóndeildarhringinn. Í raun má líkja ástandinu á Íslandi við svikalogn. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar er farið að skapa vandamál fyrir íslenska útflytjendur og í raun alla aðila sem standa í verslun og viðskiptum. Erfitt er að reka fyrirtæki í slíku ástandi. Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur leitt til þess að flytja hefur þurft mikið inn af ófaglærðu fólki í ýmsar greinar þjónustu- og byggingariðnaðarins. Á sama tíma hafa vel menntaðir Íslendingar átt í erfiðleikum að fá vinnu við sitt hæfi og margir af þeim hafa hrökklast úr landi. Þetta er áhyggjuefni ef horft er til lengri tíma fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi rússibanareið hefur því miður verið staðreynd í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi. Þessar sveiflur munu halda áfram á meðan að erum að reyna að reka minnsta myntsvæði í veröldinni. Með okkar örmynt eru Íslendingar háðir sterkum alþjóðlegum peningaöflum sem við höfum enga stjórn á. Ég vil hvetja alla til að sjá heimildamynd Péturs Einarssonar, fyrrum forstjóra Straums, Ransacked, sem núna er sýnd í Bíó Paradís, sem sýnir okkur þetta svart á hvítu. Ég hvet því kjósendur að leggja þeim flokkum lið sem þora að horfa fram á við með langtímahagsmuni íslensk samfélags í huga. Evrópa fer ekki neitt og þar liggur okkar framtíð!
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun