Stíll á löggunni í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2016 11:12 Audi S7 kominn í klæði áströlsku lögreglunnar. Lögreglan í Dubai og Abu Dhabi hafa líklega yfir að ráða glæstasta bílaflota lögregluembætta heims, en það þýðir þó ekki að í öðrum löndum megi ekki finna flotta og hraðskreiða bíla í eigu lögreglunnar. Eitt dæmi um slíkt er frá Ástralíu, því þar á bæ hefur lögreglan yfir að ráða Audi S7 Sportback, en bíllinn hefur verið lánaður lögreglunni þar í 12 mánuði af Audi í Ástralíu. Þessi Audi S7 bíll er með 450 hestafla 4,0 lítra V8 vél og hann er 4,6 sekúndur í hundraðið. Eins og margir aðrir Audi bílar er hann fjórhjóladrifinn, sem tryggir betra veggrip, en hann þarf þó vafalaust ekki að ösla mikinn snjó í landinu hinum megin jarðarkringlunnar. Þessi Audi S7 bíll er reyndar ekki fyrsti Audi bíllinn sem lögreglunni í Ástralíu hefur verið lánað af Audi, en hún hafði yfir að ráða öðrum kraftabíl fyrir stuttu, Audi RS4 Avant. Hann er ekki síður búinn afli en Audi S7 bíllinn. Reyndar hefur lögreglan í Ástralíu haft á síðustu árum margan kraftabílinn í sinni þjónustu, þar á meðal Volvo S60 Polestar, Porsche 911 Carrera, Mercedes Benz AMG 63 S Coupe, og Lexus RC F. Ekki ónýtt safn þar og óprúttnir komast ekki upp með mikinn moðreyk á þjóðvegunum í Ástralíu þegar lögreglan eltir þá á þessum kerrum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Lögreglan í Dubai og Abu Dhabi hafa líklega yfir að ráða glæstasta bílaflota lögregluembætta heims, en það þýðir þó ekki að í öðrum löndum megi ekki finna flotta og hraðskreiða bíla í eigu lögreglunnar. Eitt dæmi um slíkt er frá Ástralíu, því þar á bæ hefur lögreglan yfir að ráða Audi S7 Sportback, en bíllinn hefur verið lánaður lögreglunni þar í 12 mánuði af Audi í Ástralíu. Þessi Audi S7 bíll er með 450 hestafla 4,0 lítra V8 vél og hann er 4,6 sekúndur í hundraðið. Eins og margir aðrir Audi bílar er hann fjórhjóladrifinn, sem tryggir betra veggrip, en hann þarf þó vafalaust ekki að ösla mikinn snjó í landinu hinum megin jarðarkringlunnar. Þessi Audi S7 bíll er reyndar ekki fyrsti Audi bíllinn sem lögreglunni í Ástralíu hefur verið lánað af Audi, en hún hafði yfir að ráða öðrum kraftabíl fyrir stuttu, Audi RS4 Avant. Hann er ekki síður búinn afli en Audi S7 bíllinn. Reyndar hefur lögreglan í Ástralíu haft á síðustu árum margan kraftabílinn í sinni þjónustu, þar á meðal Volvo S60 Polestar, Porsche 911 Carrera, Mercedes Benz AMG 63 S Coupe, og Lexus RC F. Ekki ónýtt safn þar og óprúttnir komast ekki upp með mikinn moðreyk á þjóðvegunum í Ástralíu þegar lögreglan eltir þá á þessum kerrum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent