Bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson skrifaði í kvöld undir nýjan tveggja ára samning við Valsmenn.
Bjarni hefur spilað 259 leiki fyrir Valsmenn og skorað 16 mörk.
Bjarni hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Valsmönnum síðustu ár og verður það áfram.
Viðtal við Bjarna má sjá hér að ofan.
