Viðreisn hvorki hækja Sjálfstæðisflokksins né stóra Samfylkingin Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. október 2016 15:55 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segir Viðreisn tilbúið í samstarf með öllum flokkum, hvort sem það eru stjórnarflokkarnir eða stjórnarandstaðan, svo lengi sem þeir séu tilbúnir að mæta Viðreisn á miðjunni. Draumurinn væri að hægt væri að sameinast um frjálslynda miðjustjórn sem tilbúin er að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar. Þetta sagði Þorgerður í Kosningaspjalli Vísis í dag. Hún segist verða vör við að fólk eigi í töluverðum vandræðum með að skilgreina Viðreisn - hvort sem það er til vinstri eða hægri. „Ég hef séð að annað hvort erum við kölluð litli eða hækja Sjálfstæðisflokksins svo eru aðrir sem segja að við séum kannski að verða stóra Samfylkingin.“ Þorgerður segir að slíkar vangaveltur séu líklega til marks um „hina gömlu pólitík“ sem hún og margir séu orðnir þreyttir á. „Það er alltaf verið að draga mann í dilka, verið að setja mann á bás og fyrir vikið þurfum við í Viðreisn að hafa svolítið fyrir því,“ segir Þorgerður. Viðreisn hafi ekki haft sama aðgang að ræðustól Alþingis og þeir flokka sem fyrir voru á þingi og því hafi flokknum ekki gefist færi á að koma stefnu sinni jafn vel til skila og eldri flokkar. „Fyrir vikið erum við að reyna að segja fyrir hvað við stöndum og að við séum einfaldlega við en ekki íhald eða argasta vinstrimennska,“ segir Þorgerður.Ekki hrifin af þreifingum í átt að harðkjarna vinstristjórn Flokkurinn sé miðjuflokkur og sé til í viðræður við alla flokka, jafnt stjórnarflokkana sem aðra, svo lengi sem þeir séu tilbúnir að mæta þeim á miðjunni. „Við göngum alveg óbundin til kosninga. Við viljum tala við þá sem eru til í að tala við okkur á miðjunni; um frjálslyndi, um ákveðin sjónarmið,“ segir Þorgerður og nefnir þar hugmyndir Viðreisnar um myntráð í því samhengi. Þá þurfi samstarfsflokkarnir einnig að geta hugsað sér að standa að kerfisbreytingum, án kollvörpunar, svo sem í sjárvarútvegi og landbúnaði. Draumaríkisstjórn Þorgerðar væri því frjálslynd miðjustjórn. „Við erum að horfa upp á það allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru að þreifa fyrir sér í harðkjarna vinstristjórn. Við erum ekki þar. Við viljum heldur ekki íhaldsstjórn sem vill engar kerfisbreytingar. Þannig að við segjum: Komið aðeins til okkar á miðjuna og þá skulum við tala við alla flokka,“ segir Þorgerður sem segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf við neinn. Viðtalið við Þorgerði má sjá hér að ofan þar sem hún svarar spurningum lesenda um stefnumál Viðreisnar jafnt sem um hennar persónulegu mál; fjármál þeirra hjóna og vinskap hennar og Bjarna Benediktssonar. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Óttarr Proppé segir jafnaðarmennsku ekki vera keppikefli hjá Bjartri Framtíð eins og hjá Samfylkingunni. 19. október 2016 16:10 Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segir Viðreisn tilbúið í samstarf með öllum flokkum, hvort sem það eru stjórnarflokkarnir eða stjórnarandstaðan, svo lengi sem þeir séu tilbúnir að mæta Viðreisn á miðjunni. Draumurinn væri að hægt væri að sameinast um frjálslynda miðjustjórn sem tilbúin er að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar. Þetta sagði Þorgerður í Kosningaspjalli Vísis í dag. Hún segist verða vör við að fólk eigi í töluverðum vandræðum með að skilgreina Viðreisn - hvort sem það er til vinstri eða hægri. „Ég hef séð að annað hvort erum við kölluð litli eða hækja Sjálfstæðisflokksins svo eru aðrir sem segja að við séum kannski að verða stóra Samfylkingin.“ Þorgerður segir að slíkar vangaveltur séu líklega til marks um „hina gömlu pólitík“ sem hún og margir séu orðnir þreyttir á. „Það er alltaf verið að draga mann í dilka, verið að setja mann á bás og fyrir vikið þurfum við í Viðreisn að hafa svolítið fyrir því,“ segir Þorgerður. Viðreisn hafi ekki haft sama aðgang að ræðustól Alþingis og þeir flokka sem fyrir voru á þingi og því hafi flokknum ekki gefist færi á að koma stefnu sinni jafn vel til skila og eldri flokkar. „Fyrir vikið erum við að reyna að segja fyrir hvað við stöndum og að við séum einfaldlega við en ekki íhald eða argasta vinstrimennska,“ segir Þorgerður.Ekki hrifin af þreifingum í átt að harðkjarna vinstristjórn Flokkurinn sé miðjuflokkur og sé til í viðræður við alla flokka, jafnt stjórnarflokkana sem aðra, svo lengi sem þeir séu tilbúnir að mæta þeim á miðjunni. „Við göngum alveg óbundin til kosninga. Við viljum tala við þá sem eru til í að tala við okkur á miðjunni; um frjálslyndi, um ákveðin sjónarmið,“ segir Þorgerður og nefnir þar hugmyndir Viðreisnar um myntráð í því samhengi. Þá þurfi samstarfsflokkarnir einnig að geta hugsað sér að standa að kerfisbreytingum, án kollvörpunar, svo sem í sjárvarútvegi og landbúnaði. Draumaríkisstjórn Þorgerðar væri því frjálslynd miðjustjórn. „Við erum að horfa upp á það allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru að þreifa fyrir sér í harðkjarna vinstristjórn. Við erum ekki þar. Við viljum heldur ekki íhaldsstjórn sem vill engar kerfisbreytingar. Þannig að við segjum: Komið aðeins til okkar á miðjuna og þá skulum við tala við alla flokka,“ segir Þorgerður sem segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf við neinn. Viðtalið við Þorgerði má sjá hér að ofan þar sem hún svarar spurningum lesenda um stefnumál Viðreisnar jafnt sem um hennar persónulegu mál; fjármál þeirra hjóna og vinskap hennar og Bjarna Benediktssonar.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Óttarr Proppé segir jafnaðarmennsku ekki vera keppikefli hjá Bjartri Framtíð eins og hjá Samfylkingunni. 19. október 2016 16:10 Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Óttarr Proppé segir jafnaðarmennsku ekki vera keppikefli hjá Bjartri Framtíð eins og hjá Samfylkingunni. 19. október 2016 16:10
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26