Verð á dekkjaþjónustu - neytendur eiga rétt á upplýsingum Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 15:21 Þann 1. nóvember gengur hinn formlegi vetrardekkjatími í garð. Í gær birti ASÍ nýja verðkönnun á umfelgun hjá nokkrum dekkjaverkstæðum. Athygli vekur að nokkur fyrirtæki neita að veita ASÍ upplýsingar um verðlagningu þjónustunnar hjá sér. FÍB kannaði þriðjudaginn 18. október verð á umfelgun í tengslum við gæðaúttekt á vetrardekkjum sem birtist í nýju FÍB-blaði sem kemur til lesenda í byrjun næstu viku. Óskað var eftir upplýsingum um kostnað við umfelgun og jafnvægisstillingu á þeirri hjólbarðastærð sem prófuð var í gæðaúttektinni, það er fjórum 16 tommu álfelgum. Könnun FÍB er umfangsminni en ágæt könnun ASÍ en hjá FÍB er að finna upplýsingar um verð hjá nokkrum stórum þjónustuaðilum sem neituðu að svara ASÍ. FÍB telur rétt að senda verðkönnunina úr væntanlegu FÍB-blaði nú þegar til fjölmiðla þar sem þar er að finna verðupplýsingar frá fyrirtækjum sem neituðu að veita ASÍ upplýsingar. FÍB telur það ekki til eftirbreytni og fordæmir að neita fulltrúum neytenda um sjálfsagðar upplýsingar. Kostnaður við eign og rekstur heimilisbílsins eru með stærri útgjöldum heimilanna. Upplýsingar um verð og þjónustu eiga að vera aðgengilegar og gagnsæjar þannig að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Athygli vekur að þrír aðilar sem eru bæði í könnun ASÍ og FÍB gefa ekki upp sama verðið. Munurinn er verulegur. Hvernig má þetta vera? Breyttust verðin svona á milli 17. október og 18. október? Fyrirtækin eiga að koma hreint fram og gefa verðin upp með áberandi hætti. Auðvelt er að birta verðið fyrir þjónustuna á heimasíðum fyrirtækjanna og þar þarf að koma fram hvort um sé að ræða uppgefið listaverð eða tilboðsverð. Aðeins örfáar hjólbarðaþjónustur birta upplýsingar um verð á heimsíðu sinni. FÍB hvetur hjólbarðafyrirtæki til að auka og bæta upplýsingar um verð og þjónustu í aðdraganda vertíðar vetrarhjólbarða.Í væntanlegu FÍB-blaði stendur eftirfarandi um verðkönnun FÍB: Þriðjudaginn 18. október kannaði FÍB verð á umfelgun hjá nokkrum dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni á þessu hausti. Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16 tommu álfelgum. Beðið var um listaverð án allra afslátta eða sérkjara eins og FÍB-afsláttar, eldri borgara afsláttar o.s.frv. Það skal tekið fram að sum fyrirtækin í könnuninni gefa enga afslætti á þða verð sem gefið eru upp. Miðað var við dekkjaskipti á Toyota Corolla með hjólastærð 205/55 R16, sem er ein algengasta hjóla- og dekkjastærð fólksbíla. Lægsta verðið reyndist hjá Dekkverk í Kópavogi/Garðabæ, kr. 5.900. Hæst var það hjá Dekkjahöllinni kr. 9.978. (Sjá nánar í töflu). Munur á hæsta og lægsta verði er 69%. Þann 1. nóvember gengur hinn formlegi vetrardekkjatími í garð, þegar löglegt verður að aka á negldum vetrarhjólbörðum. Samkvæmt hefðinni má reikna með mikilli ös á hjólbarðaverkstæðum á þessum degi sem að þessu sinni ber upp á þriðjudag. Jafnframt má reikna með mikilli ös í hjólbarðaskiptunum þegar fyrstu snjóar falla. Könnunin fór fram í gegnum síma. Spurt var um listaverð á þessari þjónustu sem fyrr segir. Eingöngu var kannað verð á þessari tegund bifreiðaþjónustu. Ekkert var spurt um gæði þjónustunnar og mismunandi þjónustustig. Einvörðungu var miðað við álfelgur enda má gera ráð fyrir því eftir lauslega athugun að álfelgur séu undir um 2/3 hlutum fólksbíla.Hér má sjá hverjir eru ódýrastir. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Í gær birti ASÍ nýja verðkönnun á umfelgun hjá nokkrum dekkjaverkstæðum. Athygli vekur að nokkur fyrirtæki neita að veita ASÍ upplýsingar um verðlagningu þjónustunnar hjá sér. FÍB kannaði þriðjudaginn 18. október verð á umfelgun í tengslum við gæðaúttekt á vetrardekkjum sem birtist í nýju FÍB-blaði sem kemur til lesenda í byrjun næstu viku. Óskað var eftir upplýsingum um kostnað við umfelgun og jafnvægisstillingu á þeirri hjólbarðastærð sem prófuð var í gæðaúttektinni, það er fjórum 16 tommu álfelgum. Könnun FÍB er umfangsminni en ágæt könnun ASÍ en hjá FÍB er að finna upplýsingar um verð hjá nokkrum stórum þjónustuaðilum sem neituðu að svara ASÍ. FÍB telur rétt að senda verðkönnunina úr væntanlegu FÍB-blaði nú þegar til fjölmiðla þar sem þar er að finna verðupplýsingar frá fyrirtækjum sem neituðu að veita ASÍ upplýsingar. FÍB telur það ekki til eftirbreytni og fordæmir að neita fulltrúum neytenda um sjálfsagðar upplýsingar. Kostnaður við eign og rekstur heimilisbílsins eru með stærri útgjöldum heimilanna. Upplýsingar um verð og þjónustu eiga að vera aðgengilegar og gagnsæjar þannig að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Athygli vekur að þrír aðilar sem eru bæði í könnun ASÍ og FÍB gefa ekki upp sama verðið. Munurinn er verulegur. Hvernig má þetta vera? Breyttust verðin svona á milli 17. október og 18. október? Fyrirtækin eiga að koma hreint fram og gefa verðin upp með áberandi hætti. Auðvelt er að birta verðið fyrir þjónustuna á heimasíðum fyrirtækjanna og þar þarf að koma fram hvort um sé að ræða uppgefið listaverð eða tilboðsverð. Aðeins örfáar hjólbarðaþjónustur birta upplýsingar um verð á heimsíðu sinni. FÍB hvetur hjólbarðafyrirtæki til að auka og bæta upplýsingar um verð og þjónustu í aðdraganda vertíðar vetrarhjólbarða.Í væntanlegu FÍB-blaði stendur eftirfarandi um verðkönnun FÍB: Þriðjudaginn 18. október kannaði FÍB verð á umfelgun hjá nokkrum dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni á þessu hausti. Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16 tommu álfelgum. Beðið var um listaverð án allra afslátta eða sérkjara eins og FÍB-afsláttar, eldri borgara afsláttar o.s.frv. Það skal tekið fram að sum fyrirtækin í könnuninni gefa enga afslætti á þða verð sem gefið eru upp. Miðað var við dekkjaskipti á Toyota Corolla með hjólastærð 205/55 R16, sem er ein algengasta hjóla- og dekkjastærð fólksbíla. Lægsta verðið reyndist hjá Dekkverk í Kópavogi/Garðabæ, kr. 5.900. Hæst var það hjá Dekkjahöllinni kr. 9.978. (Sjá nánar í töflu). Munur á hæsta og lægsta verði er 69%. Þann 1. nóvember gengur hinn formlegi vetrardekkjatími í garð, þegar löglegt verður að aka á negldum vetrarhjólbörðum. Samkvæmt hefðinni má reikna með mikilli ös á hjólbarðaverkstæðum á þessum degi sem að þessu sinni ber upp á þriðjudag. Jafnframt má reikna með mikilli ös í hjólbarðaskiptunum þegar fyrstu snjóar falla. Könnunin fór fram í gegnum síma. Spurt var um listaverð á þessari þjónustu sem fyrr segir. Eingöngu var kannað verð á þessari tegund bifreiðaþjónustu. Ekkert var spurt um gæði þjónustunnar og mismunandi þjónustustig. Einvörðungu var miðað við álfelgur enda má gera ráð fyrir því eftir lauslega athugun að álfelgur séu undir um 2/3 hlutum fólksbíla.Hér má sjá hverjir eru ódýrastir.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent