Nýi bíll Lynk & Co frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 10:22 Lynk & Co 01 er hinn laglegasti jepplingur. Bílaframleiðandinn Geely frá Kína frumsýndi í dag þennan fyrsta bíl undir nafninu Lynk & Co, nýstofnuðu bílamerki sem er samstarfsverkefni Geely og undirfyrirtækis þess, Volvo. Þessi bíll er bæði hannaður og þróaður að fullu af Volvo í Svíþjóð, en smíðaður í Kína og til stendur að selja hann í Evrópu ásamt í heimalandinu Kína. Þessi jepplingur er 4,53 m langur og 1,85 m breiður og mjög langt er á milli öxla bílsins, 2,73 m sem telst mikið í þessum flokki bíla. Bíllinn sem fengið hefur nafnið Lynk & Co 01 er byggður á sama CMA undirvagni og verður undir nýjum Volvo 40 bílum og fær sömu þriggja og fjögurra strokka vélar. Bíllinn verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum. Síðar meir mun koma út tengitvinnbílaútgáfa hans. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Bílaframleiðandinn Geely frá Kína frumsýndi í dag þennan fyrsta bíl undir nafninu Lynk & Co, nýstofnuðu bílamerki sem er samstarfsverkefni Geely og undirfyrirtækis þess, Volvo. Þessi bíll er bæði hannaður og þróaður að fullu af Volvo í Svíþjóð, en smíðaður í Kína og til stendur að selja hann í Evrópu ásamt í heimalandinu Kína. Þessi jepplingur er 4,53 m langur og 1,85 m breiður og mjög langt er á milli öxla bílsins, 2,73 m sem telst mikið í þessum flokki bíla. Bíllinn sem fengið hefur nafnið Lynk & Co 01 er byggður á sama CMA undirvagni og verður undir nýjum Volvo 40 bílum og fær sömu þriggja og fjögurra strokka vélar. Bíllinn verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum. Síðar meir mun koma út tengitvinnbílaútgáfa hans.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira