Búið er að rífa niður síðasta skýlið í flóttamannabúðunum sem ganga undir nafninu Frumskógurinn í Frakklandi. Einungis á eftir að ryðja braki og rusli á brott og verður niðurrifi búðanna þá lokið. Rúmlega sjö þúsund flóttamenn og farandfólk hélt til í búðunum þegar niðurrif þeirra hófst í síðustu viku.
Um 1.500 börn undir lögaldri halda þó enn til í sérstökum gámum á svæðinu en Francois Hollande, forseti Frakklands, segir að þau verði færð um set, eins og aðrir íbúar búðanna, fljótlega. Samkvæmt BBC segjast góðgerðasamtök hafa útvegað börnunum mat og drykk þar sem stuðningur yfirvalda sé ekki nægjanlegur.
Yfirvöld Frakklands og Bretlands eiga nú í deilum um hvert farið verði með börnin. Fólkið sem hélt til í Frumskóginum í Calais í Frakklandi var á leið til Bretlands og komst ekki lengra.
Þá hafa sambærilegar, en mun smærri, búðir hafa sprottið upp í París á síðustu dögum en Hollande hefur heitið því að þær verði einnig rifnar niður.
Síðasta skýlið rifið í Frumskóginum

Tengdar fréttir

Lögregla beitti táragasi gegn flóttafólki og aðgerðasinnum í Calais
Flóttamenn og aðgerðasinnar höfðu safnast saman undir brú nærri Frumskóginum svokallaða til að mótmæla þeim aðstæðum sem flóttamenn búa við.

Átök milli flóttafólks og lögreglu í Calais
Til stendur að rífa búðirnar sem gengið hafa undir nafninu Frumskógurinn á mánudaginn.

Frakkar hefja niðurrif Frumskógarins á mánudag
Frönsk yfirvöld munu byrja á því að ryðja búðir flóttamanna í hafnarborginni Calais á mánudag eftir helgi.

Segja brottflutningi lokið í frumskóginum
Flóttafólk hefur þó fengið að snúa aftur í búðirnar í Calais eftir að miklir eldar voru slökktir þar.

Frakkar byrjaðir að ryðja Frumskóginn í Calais
Flytja á fólkið sem þar dvelur í aðrar búðir í Frakklandi en talið er að um sjö þúsund manns hafist við í Frumskóginum við afar slæman aðbúnað.

Kveikt í tjöldum og skýlum í Frumskóginum
Sýrlenskur flóttamaður var fluttur á sjúkrahús eftir að gaskútar sprungu í einum brunanum.

Enn umkomulaus börn í Frumskóginum
Á sjötta þúsund manns flutt í aðrar flóttamannabúðir.