Myndin segir frá geimförum sem uppgötva lífveru á mars sem reynist hins vegar allt annað en vinveitt.
Leikstjóri myndarinnar er Daniel Espinosa, sem á að baki myndirnar Safe House og Child 44, en með önnur hlutverk fara Rebecca Ferguson, Hiroyuki Sanada og Olga Dihovicnaya.
Myndin verður frumsýnd í maí á næsta ári.