Ingimundur Níels Óskarsson verður áfram í Grafarvoginum næsta sumar eftir að hafa skrifað undir samning við Fjölni.
Samningurinn er til tveggja ára. Ingimundur kom til félagsins frá Fylki í júlí og spilaði vel fyrir uppeldisfélagið sitt seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deildinni.
Alls náði Ingimundur að spila tíu leiki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni þar sem hann skoraði fjögur mörk.
Hann er orðinn þrítugur og hefur einnig spilað með KR og FH hér á landi.
