Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 5 Renault bifreiðum af gerðinni Megane IV, framleiðsluár 2016. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós að möguleiki er á að boltar í sætislásum aftursæta losni upp, með hættu á skrölthljóðum, titringi eða aftengingu sætislása.
Haft verður samband við viðkomandi bifreiðareigendur í gegnum síma.
BL innkallar Renault Megane
