Hvaða málamiðlanir geta flokkarnir gert? Snærós Sindradóttir skrifar 31. október 2016 08:00 Mögulegar stjórnir Fyrir kosningar tók Björt framtíð þátt í samstarfsumleitunum Pírata, Vinstri grænna, og Samfylkingar og lýsti yfir vilja til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Björt framtíð er eini flokkurinn af þessum fjórum sem ekki hefur útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði mynduð væri hún með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í lykilstöðu til stjórnarmyndunar er staða flokksins þröng vegna lítils samstarfsvilja annarra flokka. Flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, gætu því hæglega knúið fram mikilvægar málamiðlanir þrátt fyrir smæð sína. Það er nærri hægt að slá því föstu að hugmyndir Viðreisnar um myntráð verði slegnar af borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands og hverskonar daður við evru kæmi ekki til greina. Hins vegar er líklegt að flokkarnir tveir geri það að ófrávíkjanlegu skilyrði að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag kemur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata ekki til greina. Það hefur enn frekar verið staðfest nú um helgina af hálfu beggja flokka. Róttækar hugmyndir Pírata um kerfisbreytingar leggjast illa í Sjálfstæðisflokkinn en einnig ríkir persónuleg óvild á milli Bjarna Benediktssonar og Birgittu Jónsdóttur sem nærri ómögulegt gæti reynst að brúa. Slík stjórn er útilokuð. Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins renni hýru auga til Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir þykir góður samstarfsmaður þvert á flokka og litlar málamiðlanir þyrfti að gera í Evrópumálum. Mikið ber á milli flokkanna í sýn á rekstur hins opinbera. Stærsta ljónið í vegi þess samstarfs eru þó flokksmenn Vinstri grænna sem seint myndu taka það í mál að starfa með erkióvininum í íslenskum stjórnmálum. Eða eins og Katrín orðaði það sjálf, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund sinna félaga og mælt með stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Fyrir kosningar tók Björt framtíð þátt í samstarfsumleitunum Pírata, Vinstri grænna, og Samfylkingar og lýsti yfir vilja til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Björt framtíð er eini flokkurinn af þessum fjórum sem ekki hefur útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði mynduð væri hún með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í lykilstöðu til stjórnarmyndunar er staða flokksins þröng vegna lítils samstarfsvilja annarra flokka. Flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, gætu því hæglega knúið fram mikilvægar málamiðlanir þrátt fyrir smæð sína. Það er nærri hægt að slá því föstu að hugmyndir Viðreisnar um myntráð verði slegnar af borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands og hverskonar daður við evru kæmi ekki til greina. Hins vegar er líklegt að flokkarnir tveir geri það að ófrávíkjanlegu skilyrði að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag kemur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata ekki til greina. Það hefur enn frekar verið staðfest nú um helgina af hálfu beggja flokka. Róttækar hugmyndir Pírata um kerfisbreytingar leggjast illa í Sjálfstæðisflokkinn en einnig ríkir persónuleg óvild á milli Bjarna Benediktssonar og Birgittu Jónsdóttur sem nærri ómögulegt gæti reynst að brúa. Slík stjórn er útilokuð. Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins renni hýru auga til Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir þykir góður samstarfsmaður þvert á flokka og litlar málamiðlanir þyrfti að gera í Evrópumálum. Mikið ber á milli flokkanna í sýn á rekstur hins opinbera. Stærsta ljónið í vegi þess samstarfs eru þó flokksmenn Vinstri grænna sem seint myndu taka það í mál að starfa með erkióvininum í íslenskum stjórnmálum. Eða eins og Katrín orðaði það sjálf, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund sinna félaga og mælt með stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira