
Innlent
Bjarni Ben mætir fyrstur á fund Guðna á morgun

Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að röðin á flokkunum verður í samræmi við þann fjölda þingmanna sem hver flokkur fékk kjörinn.
Röð þeirra má sjá hér að neðan.
Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10.
Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11.
Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.
Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13.
Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14.
Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15.
Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16.
Tengdar fréttir

Forseti fundar með öllum flokkum á morgun
Síðast skellti „umboðsmaður“ sér í bústað með Bjarna Ben og pönnukökur voru bakaðar.

Sigurður Ingi skilaði umboðinu til Guðna
Á fundinum baðst ráðherra lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína.

Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum
Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans.