Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2016 16:11 Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson í bústaðarferðinni eftirminnilegu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra flokka sem náðu fulltrúum á þing í kosningum til Alþingis á fund til sín á Bessastöðum á morgun. Má segja að með því taki Guðni af skarið í þeirri stöðu sem upp er komin og er nokkuð flókin. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn hafa kallað eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands til að leiða viðræður við aðra flokka um ríkisstjórn. Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sömu leið og boðaði fulltrúa allra flokka á sinn fund. Ríkti nokkur óvissa með hverjum forseti myndi fela umboðið. Svo fór að forseti veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknar, umboðið. Í hönd fóru viðræður Sigmundar Davíðs við Bjarna Benediktsson, meðal annars í sumarbústað á Þingvöllum, þar sem félagarnir fengu meðal annars óskalagið „Wild Boys“ með Duran Duran í útvarpsþætti Sigga Hlö á Bylgjunni. Þá kom fram að pönnukökur voru bakaðar í bústaðnum. Tímasetning funda forseta með hverjum flokki fyrir sig mun liggja fyrir í fyrramálið.Símtal Sigga Hlö við Bjarna Ben má heyra hér að neðan. Tilkynning frá Forseta Íslands klukkan 17:11 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun, mánudaginn 31. október, með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10. Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11. Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13. Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14. Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15. Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16. Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra flokka sem náðu fulltrúum á þing í kosningum til Alþingis á fund til sín á Bessastöðum á morgun. Má segja að með því taki Guðni af skarið í þeirri stöðu sem upp er komin og er nokkuð flókin. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn hafa kallað eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands til að leiða viðræður við aðra flokka um ríkisstjórn. Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sömu leið og boðaði fulltrúa allra flokka á sinn fund. Ríkti nokkur óvissa með hverjum forseti myndi fela umboðið. Svo fór að forseti veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknar, umboðið. Í hönd fóru viðræður Sigmundar Davíðs við Bjarna Benediktsson, meðal annars í sumarbústað á Þingvöllum, þar sem félagarnir fengu meðal annars óskalagið „Wild Boys“ með Duran Duran í útvarpsþætti Sigga Hlö á Bylgjunni. Þá kom fram að pönnukökur voru bakaðar í bústaðnum. Tímasetning funda forseta með hverjum flokki fyrir sig mun liggja fyrir í fyrramálið.Símtal Sigga Hlö við Bjarna Ben má heyra hér að neðan. Tilkynning frá Forseta Íslands klukkan 17:11 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun, mánudaginn 31. október, með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10. Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11. Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13. Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14. Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15. Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16.
Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira