Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2016 16:11 Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson í bústaðarferðinni eftirminnilegu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra flokka sem náðu fulltrúum á þing í kosningum til Alþingis á fund til sín á Bessastöðum á morgun. Má segja að með því taki Guðni af skarið í þeirri stöðu sem upp er komin og er nokkuð flókin. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn hafa kallað eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands til að leiða viðræður við aðra flokka um ríkisstjórn. Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sömu leið og boðaði fulltrúa allra flokka á sinn fund. Ríkti nokkur óvissa með hverjum forseti myndi fela umboðið. Svo fór að forseti veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknar, umboðið. Í hönd fóru viðræður Sigmundar Davíðs við Bjarna Benediktsson, meðal annars í sumarbústað á Þingvöllum, þar sem félagarnir fengu meðal annars óskalagið „Wild Boys“ með Duran Duran í útvarpsþætti Sigga Hlö á Bylgjunni. Þá kom fram að pönnukökur voru bakaðar í bústaðnum. Tímasetning funda forseta með hverjum flokki fyrir sig mun liggja fyrir í fyrramálið.Símtal Sigga Hlö við Bjarna Ben má heyra hér að neðan. Tilkynning frá Forseta Íslands klukkan 17:11 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun, mánudaginn 31. október, með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10. Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11. Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13. Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14. Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15. Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16. Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra flokka sem náðu fulltrúum á þing í kosningum til Alþingis á fund til sín á Bessastöðum á morgun. Má segja að með því taki Guðni af skarið í þeirri stöðu sem upp er komin og er nokkuð flókin. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn hafa kallað eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands til að leiða viðræður við aðra flokka um ríkisstjórn. Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sömu leið og boðaði fulltrúa allra flokka á sinn fund. Ríkti nokkur óvissa með hverjum forseti myndi fela umboðið. Svo fór að forseti veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknar, umboðið. Í hönd fóru viðræður Sigmundar Davíðs við Bjarna Benediktsson, meðal annars í sumarbústað á Þingvöllum, þar sem félagarnir fengu meðal annars óskalagið „Wild Boys“ með Duran Duran í útvarpsþætti Sigga Hlö á Bylgjunni. Þá kom fram að pönnukökur voru bakaðar í bústaðnum. Tímasetning funda forseta með hverjum flokki fyrir sig mun liggja fyrir í fyrramálið.Símtal Sigga Hlö við Bjarna Ben má heyra hér að neðan. Tilkynning frá Forseta Íslands klukkan 17:11 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun, mánudaginn 31. október, með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10. Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11. Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13. Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14. Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15. Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Sjá meira