Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 14:17 „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund flokksfélaga sinna í Vinstri grænum og lagt til ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Katrín var einn viðmælenda Heimis Más Péturssonar í hádegisfréttum Stöðvar 2. „Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. „Mér finnst um margt þessar kosningar auðvitað sýna eins og ég hef áður sagt að fólk er að kalla eftir, við erum að fá fleiri flokka á þing heldur en nokkru sinni fyrr. Það eru sjö flokkar á þingi, mér finnst það vera ákveðið svona ákall eftir því að fjölbreyttari raddir heyrist. Kannski að við vinnum betur saman, ekkert endilega innan ríkisstjórnar heldur líka bara á Alþingi.Mikilvæg skilaboð að vera annar stærsti flokkurinnKatrín sagði jafnframt að góð kosning Vinstri grænna sýni að góður hljómgrunnur er fyrir málflutningi flokksins. „Það sem kemur fram auðvitað líka er að núverandi ríkisstjórn er fallin eins og hér hefur komið fram. Við fáum góða kosningu , erum þar yst á vinstri vængnum og mér finnst það mjög mikilvæg skilaboð að hvað okkar málflutningur hefur fengið góðan hljómgrunn og þó það sé stutt á milli þá erum við samt í þeirri stöðu að vera annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“ Þá benti hún á að fleiri flokkar hefðu þó talað fyrir jöfnuði og uppbyggingu innviða. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem við lögðum kannski megináherslu á, sem eru aukinn jöfnuður og uppbygging innviða í þessu landi, eru málin sem voru efst í huga fólks í þessari kosningabaráttu. Auðvitað töluðu margir flokkanna fyrir því þó að á þeim sé síðan munur á hvernig þeir nálgast það málefni. Þannig að ég held að það sé auðvitað mikilvægasta verkefnið framundan, hvernig sem ný ríkisstjórn og ný stjórnarandstaða mun líta út, það er hvernig við ætlum að einhanda okkur í það að fara að byggja upp þessi gæði sem við eigum hér saman í þessu landi.“Katrín segir sína skoðun eftir um tíu mínútur í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Sjá meira
„Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund flokksfélaga sinna í Vinstri grænum og lagt til ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Katrín var einn viðmælenda Heimis Más Péturssonar í hádegisfréttum Stöðvar 2. „Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. „Mér finnst um margt þessar kosningar auðvitað sýna eins og ég hef áður sagt að fólk er að kalla eftir, við erum að fá fleiri flokka á þing heldur en nokkru sinni fyrr. Það eru sjö flokkar á þingi, mér finnst það vera ákveðið svona ákall eftir því að fjölbreyttari raddir heyrist. Kannski að við vinnum betur saman, ekkert endilega innan ríkisstjórnar heldur líka bara á Alþingi.Mikilvæg skilaboð að vera annar stærsti flokkurinnKatrín sagði jafnframt að góð kosning Vinstri grænna sýni að góður hljómgrunnur er fyrir málflutningi flokksins. „Það sem kemur fram auðvitað líka er að núverandi ríkisstjórn er fallin eins og hér hefur komið fram. Við fáum góða kosningu , erum þar yst á vinstri vængnum og mér finnst það mjög mikilvæg skilaboð að hvað okkar málflutningur hefur fengið góðan hljómgrunn og þó það sé stutt á milli þá erum við samt í þeirri stöðu að vera annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“ Þá benti hún á að fleiri flokkar hefðu þó talað fyrir jöfnuði og uppbyggingu innviða. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem við lögðum kannski megináherslu á, sem eru aukinn jöfnuður og uppbygging innviða í þessu landi, eru málin sem voru efst í huga fólks í þessari kosningabaráttu. Auðvitað töluðu margir flokkanna fyrir því þó að á þeim sé síðan munur á hvernig þeir nálgast það málefni. Þannig að ég held að það sé auðvitað mikilvægasta verkefnið framundan, hvernig sem ný ríkisstjórn og ný stjórnarandstaða mun líta út, það er hvernig við ætlum að einhanda okkur í það að fara að byggja upp þessi gæði sem við eigum hér saman í þessu landi.“Katrín segir sína skoðun eftir um tíu mínútur í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Sjá meira