Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 12:14 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ítrekað að flokkurinn útiloki ríkisstjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann hefur jafnframt fullyrt að honum hugnist ekki fimm flokka ríkisstjórnarsamstarf með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Benedikt hafði lýst því yfir fyrir kosningar að ríkisstjórnarsamstarf flokkanna þriggja væri ekki möguleiki. Hann sagði í samtali við Frosta Logason og Mána Pétursson í útvarpsþættinum Harmageddon að áherslur Viðreisnar væru í veigamiklum atriðum frábrugðnar áherslum Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili.Sjá einnig: Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi ríkisstjórnarflokkum Í samtali við Rás 2 í morgun lagði Benedikt áherslu á að viðhorf hans hafi ekki breyst frá því fyrir kosningar og því sé ekki útlit fyrir að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi nýja ríkisstjórn. Benedikt sagði í viðtali við Rás 2 að Viðreisn væri tilbúin til þess að leiða stjórnarmyndunarviðræður ef til þess kæmi. Ekki er möguleiki á fimm flokka ríkisstjórn ef Viðreisn vill ekki ganga í lið með stjórnarandstöðuflokkunum.Vill ekki í Píratabandalagið Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum en flokkurinn náði inn 21 þingmanni. Ef mynda á ríkisstjórn án tilkomu Sjálfstæðisflokksins þarf fimm flokka til. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú í hádeginu gaf Benedikt í skyn að seta Viðreisnar í fimm flokka stjórn kæmi varla til greina. „Það væri kannski ekki óskastaðan. Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ svaraði Benedikt aðspurður að möguleikanum á þátttöku Viðreisnar í fimm flokka ríkisstjórn. Fyrir kosningar hafnaði Viðreisn stjórnarmyndunarviðræðum að frumkvæði Pírata sem fóru sem kunnugt fram á veitingarstaðnum Lækjarbrekku. Ef marka má orð Benedikts er ljóst að ekki er möguleiki á fimm flokka vinstristjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum. Þau ríkisstjórnarmynstur sem koma til greina eru því þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þriggja flokka stjórn Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks eða þriggja flokka stjórn Pírata, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.Benedikt fer yfir málið í spilaranum að ofan eftir rúmar þrjár mínútur. Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ítrekað að flokkurinn útiloki ríkisstjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann hefur jafnframt fullyrt að honum hugnist ekki fimm flokka ríkisstjórnarsamstarf með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Benedikt hafði lýst því yfir fyrir kosningar að ríkisstjórnarsamstarf flokkanna þriggja væri ekki möguleiki. Hann sagði í samtali við Frosta Logason og Mána Pétursson í útvarpsþættinum Harmageddon að áherslur Viðreisnar væru í veigamiklum atriðum frábrugðnar áherslum Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili.Sjá einnig: Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi ríkisstjórnarflokkum Í samtali við Rás 2 í morgun lagði Benedikt áherslu á að viðhorf hans hafi ekki breyst frá því fyrir kosningar og því sé ekki útlit fyrir að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi nýja ríkisstjórn. Benedikt sagði í viðtali við Rás 2 að Viðreisn væri tilbúin til þess að leiða stjórnarmyndunarviðræður ef til þess kæmi. Ekki er möguleiki á fimm flokka ríkisstjórn ef Viðreisn vill ekki ganga í lið með stjórnarandstöðuflokkunum.Vill ekki í Píratabandalagið Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum en flokkurinn náði inn 21 þingmanni. Ef mynda á ríkisstjórn án tilkomu Sjálfstæðisflokksins þarf fimm flokka til. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú í hádeginu gaf Benedikt í skyn að seta Viðreisnar í fimm flokka stjórn kæmi varla til greina. „Það væri kannski ekki óskastaðan. Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ svaraði Benedikt aðspurður að möguleikanum á þátttöku Viðreisnar í fimm flokka ríkisstjórn. Fyrir kosningar hafnaði Viðreisn stjórnarmyndunarviðræðum að frumkvæði Pírata sem fóru sem kunnugt fram á veitingarstaðnum Lækjarbrekku. Ef marka má orð Benedikts er ljóst að ekki er möguleiki á fimm flokka vinstristjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum. Þau ríkisstjórnarmynstur sem koma til greina eru því þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þriggja flokka stjórn Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks eða þriggja flokka stjórn Pírata, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.Benedikt fer yfir málið í spilaranum að ofan eftir rúmar þrjár mínútur.
Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04