Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 12:14 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ítrekað að flokkurinn útiloki ríkisstjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann hefur jafnframt fullyrt að honum hugnist ekki fimm flokka ríkisstjórnarsamstarf með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Benedikt hafði lýst því yfir fyrir kosningar að ríkisstjórnarsamstarf flokkanna þriggja væri ekki möguleiki. Hann sagði í samtali við Frosta Logason og Mána Pétursson í útvarpsþættinum Harmageddon að áherslur Viðreisnar væru í veigamiklum atriðum frábrugðnar áherslum Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili.Sjá einnig: Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi ríkisstjórnarflokkum Í samtali við Rás 2 í morgun lagði Benedikt áherslu á að viðhorf hans hafi ekki breyst frá því fyrir kosningar og því sé ekki útlit fyrir að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi nýja ríkisstjórn. Benedikt sagði í viðtali við Rás 2 að Viðreisn væri tilbúin til þess að leiða stjórnarmyndunarviðræður ef til þess kæmi. Ekki er möguleiki á fimm flokka ríkisstjórn ef Viðreisn vill ekki ganga í lið með stjórnarandstöðuflokkunum.Vill ekki í Píratabandalagið Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum en flokkurinn náði inn 21 þingmanni. Ef mynda á ríkisstjórn án tilkomu Sjálfstæðisflokksins þarf fimm flokka til. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú í hádeginu gaf Benedikt í skyn að seta Viðreisnar í fimm flokka stjórn kæmi varla til greina. „Það væri kannski ekki óskastaðan. Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ svaraði Benedikt aðspurður að möguleikanum á þátttöku Viðreisnar í fimm flokka ríkisstjórn. Fyrir kosningar hafnaði Viðreisn stjórnarmyndunarviðræðum að frumkvæði Pírata sem fóru sem kunnugt fram á veitingarstaðnum Lækjarbrekku. Ef marka má orð Benedikts er ljóst að ekki er möguleiki á fimm flokka vinstristjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum. Þau ríkisstjórnarmynstur sem koma til greina eru því þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þriggja flokka stjórn Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks eða þriggja flokka stjórn Pírata, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.Benedikt fer yfir málið í spilaranum að ofan eftir rúmar þrjár mínútur. Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ítrekað að flokkurinn útiloki ríkisstjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann hefur jafnframt fullyrt að honum hugnist ekki fimm flokka ríkisstjórnarsamstarf með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Benedikt hafði lýst því yfir fyrir kosningar að ríkisstjórnarsamstarf flokkanna þriggja væri ekki möguleiki. Hann sagði í samtali við Frosta Logason og Mána Pétursson í útvarpsþættinum Harmageddon að áherslur Viðreisnar væru í veigamiklum atriðum frábrugðnar áherslum Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili.Sjá einnig: Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi ríkisstjórnarflokkum Í samtali við Rás 2 í morgun lagði Benedikt áherslu á að viðhorf hans hafi ekki breyst frá því fyrir kosningar og því sé ekki útlit fyrir að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi nýja ríkisstjórn. Benedikt sagði í viðtali við Rás 2 að Viðreisn væri tilbúin til þess að leiða stjórnarmyndunarviðræður ef til þess kæmi. Ekki er möguleiki á fimm flokka ríkisstjórn ef Viðreisn vill ekki ganga í lið með stjórnarandstöðuflokkunum.Vill ekki í Píratabandalagið Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum en flokkurinn náði inn 21 þingmanni. Ef mynda á ríkisstjórn án tilkomu Sjálfstæðisflokksins þarf fimm flokka til. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú í hádeginu gaf Benedikt í skyn að seta Viðreisnar í fimm flokka stjórn kæmi varla til greina. „Það væri kannski ekki óskastaðan. Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ svaraði Benedikt aðspurður að möguleikanum á þátttöku Viðreisnar í fimm flokka ríkisstjórn. Fyrir kosningar hafnaði Viðreisn stjórnarmyndunarviðræðum að frumkvæði Pírata sem fóru sem kunnugt fram á veitingarstaðnum Lækjarbrekku. Ef marka má orð Benedikts er ljóst að ekki er möguleiki á fimm flokka vinstristjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum. Þau ríkisstjórnarmynstur sem koma til greina eru því þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þriggja flokka stjórn Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks eða þriggja flokka stjórn Pírata, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.Benedikt fer yfir málið í spilaranum að ofan eftir rúmar þrjár mínútur.
Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04