Hanna Birna og Ásmundur vilja ræða við Katrínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 30. október 2016 02:42 Hanna Birna Kristjánsdóttir ræddi málin á RÚV í kvöld. vísir/hanna Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist lítast vel á stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Ósk hennar sé þó áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Ég vildi óska að þessi ríkisstjórn gæti haldið. Hún hins vegar heldur ekki. Ég er spenntari fyrir tveggja flokka stjórn en þriggja flokka ríkisstjórn. Mér fyndist ekkert óspennandi ef til þess kæmi að ég sæi Bjarna og Katrínu Jakobsdóttur tala saman. Mér fyndist það eitthvað nýtt sem væri gleðilegt að einhverju leyti,“ sagði Hanna Birna í Kosningavöku RÚV í kvöld. „Auðvitað vildu ég helst að það væri Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, en það er ekki í spilunum, því miður. Mér finnst Framsóknarflokkurinn hafa farið illa út úr þessu, miklu verr en þeir áttu skilið miðað við það sem þeir eru búnir að gera, en Kata væri svona annar kosturinn í stöðunni,“ bætti Hanna Birna við. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, er á sömu skoðun og Hanna Birna varðandi hugsanlega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG. „Ég hef sagt það í nokkurn tíma að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti verið besti kosturinn í stöðunni,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi. „Sú ríkisstjórn gæti verið vel til þess fallin að halda í þann stöðugleika sem við höfum skapað á síðasta kjörtímabili,“ bætir hann við. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist hins vegar ráða Katrínu Jakobsdóttur frá því að ræða við Sjálfstæðisflokk, í Kosningavökunni á RÚV. Kosningar 2016 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist lítast vel á stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Ósk hennar sé þó áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Ég vildi óska að þessi ríkisstjórn gæti haldið. Hún hins vegar heldur ekki. Ég er spenntari fyrir tveggja flokka stjórn en þriggja flokka ríkisstjórn. Mér fyndist ekkert óspennandi ef til þess kæmi að ég sæi Bjarna og Katrínu Jakobsdóttur tala saman. Mér fyndist það eitthvað nýtt sem væri gleðilegt að einhverju leyti,“ sagði Hanna Birna í Kosningavöku RÚV í kvöld. „Auðvitað vildu ég helst að það væri Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, en það er ekki í spilunum, því miður. Mér finnst Framsóknarflokkurinn hafa farið illa út úr þessu, miklu verr en þeir áttu skilið miðað við það sem þeir eru búnir að gera, en Kata væri svona annar kosturinn í stöðunni,“ bætti Hanna Birna við. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, er á sömu skoðun og Hanna Birna varðandi hugsanlega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG. „Ég hef sagt það í nokkurn tíma að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti verið besti kosturinn í stöðunni,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi. „Sú ríkisstjórn gæti verið vel til þess fallin að halda í þann stöðugleika sem við höfum skapað á síðasta kjörtímabili,“ bætir hann við. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist hins vegar ráða Katrínu Jakobsdóttur frá því að ræða við Sjálfstæðisflokk, í Kosningavökunni á RÚV.
Kosningar 2016 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira