Helga missti af kosningavöku Dögunar vegna fýluferðar upp í RÚV Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 01:49 Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar. Vísir/ernir Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir þær tölur sem hafi verið kynntar hafa valdið sér miklum vonbrigðum. „Þetta er minna en við vorum að sjá í könnunum. Þjóðin var greinilega ekki tilbúin í þær lausnir sem við vorum með. Ég er hins vegar afskaplega stolt af kosningabaráttunni og frambjóðendum flokksins.“ Samkvæmt nýjustu tölum er Dögun með 1,4 prósenta fylgi á landsvísu. Helga segist að stórum hluta hafa misst af kosningavöku Dögunar í Borgartúni þar sem hún var boðuð í húsnæði RÚV í Efstaleiti ásamt öðrum formönnum flokka. Þegar til kastanna kom voru einungis þeir formenn í útsendingunni sem mælast með þingmenn inni. Helga hafði þá verið send í smink og látin bíða í dágóða stund áður en hún var send heim. „Það voru margir farnir heim þegar ég mætti aftur í veisluna. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það leiðinlegt að missa af henni þar mikið var um ræður og fleira.“ Helga segir Dögun hafa upplifað oft áður í kosningabaráttunni að komast ekki í fjölmiðla. „Við komumst fyrst á Stöð 2 í kvöld, í einhverjum skemmtiþætti. Maður hefur ekki komist mikið að hljóðnemanum og það er erfitt þegar maður brennir fyrir málefnunum sem maður vill tala um. Við vorum sett í tossabekk í gær á RÚV þar sem við vorum ekki búin að skora í könnunum.“ Helga segir Dögun hafa rekið mjög skemmtilega og heiðarlega kosningabaráttu. „Við ákváðum að hafa gaman af og fyrst og fremst tala um okkar málefni og ekki vera með eitthvert skítkast.“ Hún segir að ekki hafi verið mikið rætt hvað taki við hjá Dögun að þessum kosningum loknum. „Við höfum ekki náð að ræða framhaldið.“Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis. Kosningar 2016 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir þær tölur sem hafi verið kynntar hafa valdið sér miklum vonbrigðum. „Þetta er minna en við vorum að sjá í könnunum. Þjóðin var greinilega ekki tilbúin í þær lausnir sem við vorum með. Ég er hins vegar afskaplega stolt af kosningabaráttunni og frambjóðendum flokksins.“ Samkvæmt nýjustu tölum er Dögun með 1,4 prósenta fylgi á landsvísu. Helga segist að stórum hluta hafa misst af kosningavöku Dögunar í Borgartúni þar sem hún var boðuð í húsnæði RÚV í Efstaleiti ásamt öðrum formönnum flokka. Þegar til kastanna kom voru einungis þeir formenn í útsendingunni sem mælast með þingmenn inni. Helga hafði þá verið send í smink og látin bíða í dágóða stund áður en hún var send heim. „Það voru margir farnir heim þegar ég mætti aftur í veisluna. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það leiðinlegt að missa af henni þar mikið var um ræður og fleira.“ Helga segir Dögun hafa upplifað oft áður í kosningabaráttunni að komast ekki í fjölmiðla. „Við komumst fyrst á Stöð 2 í kvöld, í einhverjum skemmtiþætti. Maður hefur ekki komist mikið að hljóðnemanum og það er erfitt þegar maður brennir fyrir málefnunum sem maður vill tala um. Við vorum sett í tossabekk í gær á RÚV þar sem við vorum ekki búin að skora í könnunum.“ Helga segir Dögun hafa rekið mjög skemmtilega og heiðarlega kosningabaráttu. „Við ákváðum að hafa gaman af og fyrst og fremst tala um okkar málefni og ekki vera með eitthvert skítkast.“ Hún segir að ekki hafi verið mikið rætt hvað taki við hjá Dögun að þessum kosningum loknum. „Við höfum ekki náð að ræða framhaldið.“Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis.
Kosningar 2016 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira