Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2016 01:38 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. „Þessir flokkar hafa aldrei starfað saman og Panamaskjölin og gamalgróinn ágreiningur gerir þetta erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn með með 21 og því möguleiki á tveggja flokka stjórn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði nýjustu tölur vera ákall um fjölbreyttari raddir í stjórnmálum og talaði um að mögulega væri komið að nýjum tímum þegar hún var spurð um álit á þessum tölum í kosningasjónvarpi RÚV.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hanna„Sú spurning hvarflaði að manni um leið og maður heyrði hana segja þetta hvort hún væri að bera víurnar í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Baldur. Hann telur hins vegar að Katrín muni fyrst reyna að mynda stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum og Viðreisn. „Hún gæti hins vegar hafa verið að stíga skref í átt til Sjálfstæðisflokksins. Svo er alveg hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fái þriðja flokkinn til liðs við sig til að auðvelda samstarfið og auðvelda réttlætinguna á því að fara saman,“ segir Baldur. Hann segir að það gæti reynst erfitt fyrir grasrót Vinstri grænan og flokksstofnanirnar að samþykkja stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „En, þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru líklega nær hvor öðrum í miklum deilumálum í samfélaginu eins og stjórnarskránni, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum heldur en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin,“ segir Baldur og segir því þetta stjórnarsamstarf ekki ómögulegt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
„Þessir flokkar hafa aldrei starfað saman og Panamaskjölin og gamalgróinn ágreiningur gerir þetta erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn með með 21 og því möguleiki á tveggja flokka stjórn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði nýjustu tölur vera ákall um fjölbreyttari raddir í stjórnmálum og talaði um að mögulega væri komið að nýjum tímum þegar hún var spurð um álit á þessum tölum í kosningasjónvarpi RÚV.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hanna„Sú spurning hvarflaði að manni um leið og maður heyrði hana segja þetta hvort hún væri að bera víurnar í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Baldur. Hann telur hins vegar að Katrín muni fyrst reyna að mynda stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum og Viðreisn. „Hún gæti hins vegar hafa verið að stíga skref í átt til Sjálfstæðisflokksins. Svo er alveg hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fái þriðja flokkinn til liðs við sig til að auðvelda samstarfið og auðvelda réttlætinguna á því að fara saman,“ segir Baldur. Hann segir að það gæti reynst erfitt fyrir grasrót Vinstri grænan og flokksstofnanirnar að samþykkja stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „En, þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru líklega nær hvor öðrum í miklum deilumálum í samfélaginu eins og stjórnarskránni, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum heldur en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin,“ segir Baldur og segir því þetta stjórnarsamstarf ekki ómögulegt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37