Atkvæðin frá Egilsstöðum lent á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2016 01:19 Frá talningu atkvæða í Brekkuskóla í kvöld. vísir/svenni Atkvæðin frá Austurlandi eru komin til Akureyrar og eru núna á leiðinni á talningarstað samkvæmt upplýsingum frá Gesti Jónssyni formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Fyrir kosningarnar höfðu menn nokkrar áhyggjur af því hvernig gengi að koma atkvæðum á talningarstað í kjördæminu vegna veðurs, en það hefur gengið vel. „Flugvélin var að lenda og við erum bara að taka þá kassa inn þannig að lokahnykkurinn fer að koma á þessu,“ segir Gestur í samtali við Vísi. Hann segir að enn vanti nokkra kassa frá hluta Þingeyjarsýslu og að lögreglan muni keyra með þá á eftir. „Við erum alveg róleg með það því við höfum haft nóg að telja fram að þessu. Það er sem sagt allt komið frá Austurlandi og við erum svona að fá restina hér á Akureyri og í nærsveitum,“ segir Gestur. Eins og tölurnar standa núna er Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur með 30,1 prósent atkvæða á landsvísu. Vinstri græn eru næststærst með 16,6 prósent og Píratar þriðji stærsti flokkurinn með 13,8 prósent. Viðreisn er eini nýi flokkurinn sem nær manni á þing og fær 10,7 prósent en bæði Samfylking og Framsóknarflokkurinn bíða afhroð, Framsókn er með 9,3 prósent og Samfylking með 6,2 prósent. Björt framtíð er svo þar á milli með 7,7 prósent.Fylgst er með gangi mála alla helgina í Kosningavakt Vísis. Kosningar 2016 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Atkvæðin frá Austurlandi eru komin til Akureyrar og eru núna á leiðinni á talningarstað samkvæmt upplýsingum frá Gesti Jónssyni formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Fyrir kosningarnar höfðu menn nokkrar áhyggjur af því hvernig gengi að koma atkvæðum á talningarstað í kjördæminu vegna veðurs, en það hefur gengið vel. „Flugvélin var að lenda og við erum bara að taka þá kassa inn þannig að lokahnykkurinn fer að koma á þessu,“ segir Gestur í samtali við Vísi. Hann segir að enn vanti nokkra kassa frá hluta Þingeyjarsýslu og að lögreglan muni keyra með þá á eftir. „Við erum alveg róleg með það því við höfum haft nóg að telja fram að þessu. Það er sem sagt allt komið frá Austurlandi og við erum svona að fá restina hér á Akureyri og í nærsveitum,“ segir Gestur. Eins og tölurnar standa núna er Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur með 30,1 prósent atkvæða á landsvísu. Vinstri græn eru næststærst með 16,6 prósent og Píratar þriðji stærsti flokkurinn með 13,8 prósent. Viðreisn er eini nýi flokkurinn sem nær manni á þing og fær 10,7 prósent en bæði Samfylking og Framsóknarflokkurinn bíða afhroð, Framsókn er með 9,3 prósent og Samfylking með 6,2 prósent. Björt framtíð er svo þar á milli með 7,7 prósent.Fylgst er með gangi mála alla helgina í Kosningavakt Vísis.
Kosningar 2016 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira