Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2016 19:00 Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. Nú þegar vika er liðin frá því forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni umboð til að mynda ríkisstjórn er greinilegt að það er farið að þyngjast undir fæti hjá honum. Ef honum tekst ekki á allra næstu dögum að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndun er líklegt að hann skili umboðinu aftur til forsetans. Bjarni fundaði eina ferðina enn með þingflokki sínum í hádeginu í dag og virtist ekki vongóður um niðurstöðu í óformlegum viðræðum sem hann hefur átt í undanfarna tæpu viku með leiðtogum annarra flokka, en var þó spar á yfirlýsingar. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka hafa línurnar smám saman verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að þetta er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann teldi að koma yrði á formlegum viðræðum fyrir lok þessarar viku. „Eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman.“Þannig að það er jafnvel möguleiki að þér takist ekki að mynda stjórn sem þú telur nógu trausta? „Ég hef aldrei útilokað það. Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi,“ segir Bjarni. Hins vegar hafi hann bundið vonir við tóninn í mörgum um að þeir vildu vinna úr niðurstöðu kosninganna, sem væri ákall um að menn sýndu samstarfsvilja. „En mér finnst menn hafa gert full mikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Augljósasta þriggja flokka stjórnin er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi. Bjarni hefur áður sagt að honum þætti ókostur hvað þessi meirihluti væri tæpur. „En menn verða auðvitað líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað; vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái sér saman um megináherslur.“Myndir þú segja að það væri 50/50 að þér tækis þetta? „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er bara að vinna í þessu máli. Ég get eiginlega ekki sagt meira en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. Nú þegar vika er liðin frá því forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni umboð til að mynda ríkisstjórn er greinilegt að það er farið að þyngjast undir fæti hjá honum. Ef honum tekst ekki á allra næstu dögum að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndun er líklegt að hann skili umboðinu aftur til forsetans. Bjarni fundaði eina ferðina enn með þingflokki sínum í hádeginu í dag og virtist ekki vongóður um niðurstöðu í óformlegum viðræðum sem hann hefur átt í undanfarna tæpu viku með leiðtogum annarra flokka, en var þó spar á yfirlýsingar. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka hafa línurnar smám saman verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að þetta er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann teldi að koma yrði á formlegum viðræðum fyrir lok þessarar viku. „Eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman.“Þannig að það er jafnvel möguleiki að þér takist ekki að mynda stjórn sem þú telur nógu trausta? „Ég hef aldrei útilokað það. Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi,“ segir Bjarni. Hins vegar hafi hann bundið vonir við tóninn í mörgum um að þeir vildu vinna úr niðurstöðu kosninganna, sem væri ákall um að menn sýndu samstarfsvilja. „En mér finnst menn hafa gert full mikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Augljósasta þriggja flokka stjórnin er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi. Bjarni hefur áður sagt að honum þætti ókostur hvað þessi meirihluti væri tæpur. „En menn verða auðvitað líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað; vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái sér saman um megináherslur.“Myndir þú segja að það væri 50/50 að þér tækis þetta? „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er bara að vinna í þessu máli. Ég get eiginlega ekki sagt meira en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent