Nýir þingmenn á skólabekk í dag Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2016 09:30 Nýr þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, er farinn að hlakka svo til þingstarfa að hann var þegar kominn í Alþingishúsið í gær. Þar gluggaði hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/Anton Kynningarfundur fyrir nýkjörna alþingismenn fer fram í dag. Þar fá þeir kynningu á starfsaðstæðum, starfskjörum og ýmsum þingvenjum og óskrifuðum reglum, svo dæmi sé nefnt. Þá kemur líka út ný útgáfa af ritinu Háttvirtur þingmaður, sem er handbók um þingstörfin. „Þetta er bók upp á 170 síður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir kynningarfundinn jafnan vera vel sóttan. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn nýrra þingmanna. Hann þjófstartaði reyndar og fór í síðustu viku í Alþingishúsið til að sækja fundinn, en greip í tómt. Hann hlakkar mikið til morgundagsins. „Það verður mjög fínt að fá betri innsýn inn í það hvernig þetta virkar allt. Þó að maður hafi svo sem fylgst með þessu utanfrá nokkuð lengi, þá er allt annað að vera kominn hérna megin,“ segir Kolbeinn. Ein óskrifaða reglan sem, þó hefur nokkrum sinnum verið brotin, er að þingmenn séu með bindi. Kolbeinn á ekki neitt slíkt. „Ég á ekki eitt einasta bindi og ég ætla ekki að breyta því. Seðlabankinn getur átt sína bindiskyldu. Ég hef aldrei skilið þennan klæðnað. Þetta þrengir að og fólk á að klæðast því sem því þykir þægilegt að vera í,“ segir hann. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn á þing 2013 og sótti kynningarfundinn á þeim tíma. „Þetta er kannski ekki nauðsynlegt, en það var gagnlegt og styður þig í að átta þig á hlutunum. En svo gerist þetta oft af sjálfu sér eins og á öðrum vinnustöðum. Þú sérð og spyrð og svo framvegis,“ segir Brynjar um nauðsyn þess að sækja fundinn. Tæplega helmingur þingmanna var kjörinn á Alþingi í fyrsta sinn í nýliðnum kosningum. Brynjar segir að sér lítist að sumu leyti ágætlega á hópinn. „Það er innan um þarna fólk sem ég hef tröllatrú á. Svo kemur í ljós þegar menn fara að vinna í nefndarstörfum hvernig menn finna sig i þessu. Sumir koma á óvart en aðrir valda vonbrigðum, eins og á öllum vinnustöðum,“ segir Brynjar. Brynjar hlakkar til þingvetrarins. „Það er spennandi hvernig ríkisstjórn verður. Það er mikill munur á að vera þingmaður i stjórnarandstöðu eða stjórn.“ Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Kynningarfundur fyrir nýkjörna alþingismenn fer fram í dag. Þar fá þeir kynningu á starfsaðstæðum, starfskjörum og ýmsum þingvenjum og óskrifuðum reglum, svo dæmi sé nefnt. Þá kemur líka út ný útgáfa af ritinu Háttvirtur þingmaður, sem er handbók um þingstörfin. „Þetta er bók upp á 170 síður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir kynningarfundinn jafnan vera vel sóttan. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn nýrra þingmanna. Hann þjófstartaði reyndar og fór í síðustu viku í Alþingishúsið til að sækja fundinn, en greip í tómt. Hann hlakkar mikið til morgundagsins. „Það verður mjög fínt að fá betri innsýn inn í það hvernig þetta virkar allt. Þó að maður hafi svo sem fylgst með þessu utanfrá nokkuð lengi, þá er allt annað að vera kominn hérna megin,“ segir Kolbeinn. Ein óskrifaða reglan sem, þó hefur nokkrum sinnum verið brotin, er að þingmenn séu með bindi. Kolbeinn á ekki neitt slíkt. „Ég á ekki eitt einasta bindi og ég ætla ekki að breyta því. Seðlabankinn getur átt sína bindiskyldu. Ég hef aldrei skilið þennan klæðnað. Þetta þrengir að og fólk á að klæðast því sem því þykir þægilegt að vera í,“ segir hann. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn á þing 2013 og sótti kynningarfundinn á þeim tíma. „Þetta er kannski ekki nauðsynlegt, en það var gagnlegt og styður þig í að átta þig á hlutunum. En svo gerist þetta oft af sjálfu sér eins og á öðrum vinnustöðum. Þú sérð og spyrð og svo framvegis,“ segir Brynjar um nauðsyn þess að sækja fundinn. Tæplega helmingur þingmanna var kjörinn á Alþingi í fyrsta sinn í nýliðnum kosningum. Brynjar segir að sér lítist að sumu leyti ágætlega á hópinn. „Það er innan um þarna fólk sem ég hef tröllatrú á. Svo kemur í ljós þegar menn fara að vinna í nefndarstörfum hvernig menn finna sig i þessu. Sumir koma á óvart en aðrir valda vonbrigðum, eins og á öllum vinnustöðum,“ segir Brynjar. Brynjar hlakkar til þingvetrarins. „Það er spennandi hvernig ríkisstjórn verður. Það er mikill munur á að vera þingmaður i stjórnarandstöðu eða stjórn.“
Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent