Alpa-EM hjá stelpunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar EM-sæti með félögum sínum í íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Anton Alpaþjóðirnar Frakkland, Sviss og Austurríki verða með stelpunum okkar í riðli á EM í fótbolta næsta sumar en bæði Frakkland og Sviss eru í hópi sterkustu liða keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fylgdist með drættinum í gær og í fréttum Stöðvar tvö og á Vísi mátti sjá viðbrögð hennar á meðan á drættinum stóð. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta er án efa erfiður riðill en það er ekkert óyfirstíganlegt í þessu,“ sagði Margrét Lára.Enginn annar riðill betri „Kvennaboltinn er orðinn ofboðslega sterkur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfar til að ná árangri. Það er samt enginn annar riðill sem ég hefði ekki viljað vera í,“ sagði Margrét Lára. „Við erum að fá Frakka sem eru með eitt af bestu liðunum á EM og svo líka með Sviss sem mér fannst vera sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Þær eru búnar að taka okkur tvisvar illa og við höfum því harma að hefna. Þetta verður bara gaman,“ sagði Margrét Lára og vísaði þá í leiki Íslands og Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum og lokaleikurinn er síðan á móti Austurríki alveg eins og hjá strákunum á EM í Frakklandi síðasta sumar.Sluppu við Evrópumeistarana Margrét Lára er nú á leið á sitt þriðja Evrópumót en í fyrsta sinn er íslenska liðið ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja í riðli. Margrét Lára fagnaði því þó ekkert sérstaklega. „Ég setti einhvern tímann saman dauðariðil og þá var Frakkland efst á blaði en ekki Þýskaland. Mér finnst þær hrikalega góðar og orðnar ansi hungraðar í að ná titli með landsliðinu. Frönsku liðin eru búin að vinna Meistaradeildina og það er bara tímaspursmál hvenær franska landsliðið vinnur til verðlauna,“ sagði Margrét Lára. Sviss og Frakkland hafa spilað bolta sem hefur ekki hentað íslenska liðinu allt of vel. Hefur Margrét áhyggjur af því? „Þær spila svolítið öðruvísi bolta en Norðurlandaþjóðirnar og við. Sviss er samt að fara á sitt fyrsta Evrópumót og þær hafa ekki reynslu af því sviði. Við höfum það umfram þær. Við eigum að geta tekið þær og Austurríki líka þó að það megi ekki vanmeta þær. Ég held að þetta verði barátta hjá okkur fram í síðasta leik,“ sagði Margrét Lára að lokum.Góð og falleg saga Ísland mætir Frökkum í fyrsta leik. Er það gott eða slæmt? „Eigum við ekki bara að segja að það sé gott. Við mættum þeim í okkar fyrsta leik á stórmóti 2009. Ég klúðraði vítaspyrnu í þeim leik en ætli það verði ekki bara þannig að við vinnum þennan leik 1-0 og ég skori úr víti. Er það ekki góð og falleg saga?“ sagði Margrét Lára að lokum. Hún gengur um með hækju þessa dagana eftir aðgerð. Margrét Lára ætti samt að vera komin aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega á næsta ári. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02 Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00 Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Alpaþjóðirnar Frakkland, Sviss og Austurríki verða með stelpunum okkar í riðli á EM í fótbolta næsta sumar en bæði Frakkland og Sviss eru í hópi sterkustu liða keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fylgdist með drættinum í gær og í fréttum Stöðvar tvö og á Vísi mátti sjá viðbrögð hennar á meðan á drættinum stóð. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta er án efa erfiður riðill en það er ekkert óyfirstíganlegt í þessu,“ sagði Margrét Lára.Enginn annar riðill betri „Kvennaboltinn er orðinn ofboðslega sterkur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfar til að ná árangri. Það er samt enginn annar riðill sem ég hefði ekki viljað vera í,“ sagði Margrét Lára. „Við erum að fá Frakka sem eru með eitt af bestu liðunum á EM og svo líka með Sviss sem mér fannst vera sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Þær eru búnar að taka okkur tvisvar illa og við höfum því harma að hefna. Þetta verður bara gaman,“ sagði Margrét Lára og vísaði þá í leiki Íslands og Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum og lokaleikurinn er síðan á móti Austurríki alveg eins og hjá strákunum á EM í Frakklandi síðasta sumar.Sluppu við Evrópumeistarana Margrét Lára er nú á leið á sitt þriðja Evrópumót en í fyrsta sinn er íslenska liðið ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja í riðli. Margrét Lára fagnaði því þó ekkert sérstaklega. „Ég setti einhvern tímann saman dauðariðil og þá var Frakkland efst á blaði en ekki Þýskaland. Mér finnst þær hrikalega góðar og orðnar ansi hungraðar í að ná titli með landsliðinu. Frönsku liðin eru búin að vinna Meistaradeildina og það er bara tímaspursmál hvenær franska landsliðið vinnur til verðlauna,“ sagði Margrét Lára. Sviss og Frakkland hafa spilað bolta sem hefur ekki hentað íslenska liðinu allt of vel. Hefur Margrét áhyggjur af því? „Þær spila svolítið öðruvísi bolta en Norðurlandaþjóðirnar og við. Sviss er samt að fara á sitt fyrsta Evrópumót og þær hafa ekki reynslu af því sviði. Við höfum það umfram þær. Við eigum að geta tekið þær og Austurríki líka þó að það megi ekki vanmeta þær. Ég held að þetta verði barátta hjá okkur fram í síðasta leik,“ sagði Margrét Lára að lokum.Góð og falleg saga Ísland mætir Frökkum í fyrsta leik. Er það gott eða slæmt? „Eigum við ekki bara að segja að það sé gott. Við mættum þeim í okkar fyrsta leik á stórmóti 2009. Ég klúðraði vítaspyrnu í þeim leik en ætli það verði ekki bara þannig að við vinnum þennan leik 1-0 og ég skori úr víti. Er það ekki góð og falleg saga?“ sagði Margrét Lára að lokum. Hún gengur um með hækju þessa dagana eftir aðgerð. Margrét Lára ætti samt að vera komin aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega á næsta ári.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02 Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00 Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02
Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00
Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00