Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2016 18:15 Sigurður Ingi segist gjarnan vilja eiga aðild að næstu ríkisstjórn. Og að það sé engin tilviljun að flokkar verði 100 ára -- þar ráði reynslan. visir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðna pattstöðu uppi í stjórnarviðræðunum. Þá vísar hann því alfarið á bug að innan Framsóknarflokksins ríki skoðanakúgun eins og stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fráfarandi formanns hafa fullyrt að sé. „Sko, fyrst það að segja að kosningarnar skiluðu þessum niðurstöðum og svo eru yfirlýsingar formanna fyrir og eftir kosningar sem hafa þrengt stöðuna,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi og þá almennt um stöðuna í stjórnarviðræðunum.Vilji til að sitja í næstu stjórn Eins og kunnugt er heldur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, nú um hið svokallaða stjórnarmyndunarumboð. Mörgum þykir hann fara sér hægt, tæp vika er síðan kosningar voru og Bjarni hefur sagt að hann hafi enn ekki kallað neinn til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.Sigurður Ingi mætir til óformlegra viðræðna við Bjarna Benediktsson í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í síðustu viku. Hann segir klárt að pattstaða ríki í stjórnarmyndunarviðræðum.visir/EyþórEn, hver er afstaða Framsóknarmanna til þessara viðræðna, hvernig metur Sigurður Ingi stöðu flokksins? „Við erum vön að sitja í ríkisstjórn, höfum reynslu til þess og erum tilbúin í viðræður. Og ég sé stöðu okkar í því ljósi.“En, hverjar metur hann líkur á því að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn? „Ég skal ekkert segja um það. Það er ákveðin pattstaða uppi. En við erum hins vegar flokkur sem getur starfað með mörgum og erum tilbúin til þess,“ segir Sigurður Ingi. Öfugt við ýmsa aðra stjórnmálaleiðtoga hefur Sigurður Ingi verið afar varkár í yfirlýsingum um ákjósanlega samstarfsmenn í ríkisstjórn. Hann hefur í sjálfu sér ekki þrengt stöðu flokksins og hann vísar til reynslunnar í þeim efnum. „Flokkur verður ekki hundrað ára af sjálfum sér,“ segir Sigurður Ingi og kímir.Algerlega ótímabært að ræða hugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Þessu tengt þá gat að líta í Morgunblaðinu nú í vikunni afdráttaryfirlýsingar Sveins Hjartar Guðfinnssonar, sem er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, þar sem hann sagði flokkinn klofinn og það sem meira er; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs væru hreinlega beittir skoðanakúgun innan flokks. Hvernig horfir þetta við Sigurði Inga? „Sko, það er auðvitað svo að eftir að menn hafa tekist á um fólk, því við höfum ekki verið að takast á um málefni, er ekkert skrítið að það taki ákveðinn tíma að öll sár grói. Það er auðvitað engin skoðanakúgun innan Framsóknarflokksins hefur aldrei verið og flokksþingið var kannski besta dæmið um það.“Sigurður Ingi segir algerlega ótímabært að tjá sig um hugsanlegan eða óhugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.visir/vilhelmEn, og þá í tengslum við stöðu Framsóknarflokksins í ljósi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðna, þá segir Sveinn Hjörtur að það verði aldrei sátt nema Sigmundur Davíð verði ráðherra í ríkisstjórn, komi til þess að Framsóknarflokkurinn muni eiga aðild að henni. Eiginlega er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en kröfu af hans hálfu. „Það er algerlega ótímabært að ræða það. Ef ég vísa til umræðunnar eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, um hvernig slík stjórn gæti orðið, þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið þar ofarlega á blaði. Þannig að það er ótímabært að ræða það.“Stjórnarmyndun gengið hratt fyrir sig undanfarin aldarfjórðung Sigurður Ingi virðist vera býsna rólegur gagnvart myndun nýrrar stjórnar þó það liggi fyrir af hans hálfu vilji til að eiga aðild að nýrri stjórn. Almennt segir hann að allir stjórnmálaflokkar verði að velta fyrir sér, á þessum tímapunkti eftir kosningar, því að þeir skuldi almenningi það að setjast niður með ábyrgum hætti. „Það þarf að vera starfhæf ríkisstjórn í landinu og það er okkar verkefni að finna út úr því.“ Sigurður Ingi bendir á að í raun sé ekki langur tími liðinn frá kosningum. Ekki í sjálfu sér. „Við höfum, síðustu 25 ár, séð þetta gerast tiltölulega hratt. En ef við skoðum söguna lengra aftur, og hvað þá ef borið er saman við önnur lönd, þá er engin tími liðinn. Ég held að það sé eðlilegt að þetta taki tíma.“En, sé litið til undanfarinna tveggja áratuga eða svo, þá er ljóst að þetta er meiri pattstaða en áður hefur sést? „Klárlega.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðna pattstöðu uppi í stjórnarviðræðunum. Þá vísar hann því alfarið á bug að innan Framsóknarflokksins ríki skoðanakúgun eins og stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fráfarandi formanns hafa fullyrt að sé. „Sko, fyrst það að segja að kosningarnar skiluðu þessum niðurstöðum og svo eru yfirlýsingar formanna fyrir og eftir kosningar sem hafa þrengt stöðuna,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi og þá almennt um stöðuna í stjórnarviðræðunum.Vilji til að sitja í næstu stjórn Eins og kunnugt er heldur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, nú um hið svokallaða stjórnarmyndunarumboð. Mörgum þykir hann fara sér hægt, tæp vika er síðan kosningar voru og Bjarni hefur sagt að hann hafi enn ekki kallað neinn til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.Sigurður Ingi mætir til óformlegra viðræðna við Bjarna Benediktsson í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í síðustu viku. Hann segir klárt að pattstaða ríki í stjórnarmyndunarviðræðum.visir/EyþórEn, hver er afstaða Framsóknarmanna til þessara viðræðna, hvernig metur Sigurður Ingi stöðu flokksins? „Við erum vön að sitja í ríkisstjórn, höfum reynslu til þess og erum tilbúin í viðræður. Og ég sé stöðu okkar í því ljósi.“En, hverjar metur hann líkur á því að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn? „Ég skal ekkert segja um það. Það er ákveðin pattstaða uppi. En við erum hins vegar flokkur sem getur starfað með mörgum og erum tilbúin til þess,“ segir Sigurður Ingi. Öfugt við ýmsa aðra stjórnmálaleiðtoga hefur Sigurður Ingi verið afar varkár í yfirlýsingum um ákjósanlega samstarfsmenn í ríkisstjórn. Hann hefur í sjálfu sér ekki þrengt stöðu flokksins og hann vísar til reynslunnar í þeim efnum. „Flokkur verður ekki hundrað ára af sjálfum sér,“ segir Sigurður Ingi og kímir.Algerlega ótímabært að ræða hugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Þessu tengt þá gat að líta í Morgunblaðinu nú í vikunni afdráttaryfirlýsingar Sveins Hjartar Guðfinnssonar, sem er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, þar sem hann sagði flokkinn klofinn og það sem meira er; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs væru hreinlega beittir skoðanakúgun innan flokks. Hvernig horfir þetta við Sigurði Inga? „Sko, það er auðvitað svo að eftir að menn hafa tekist á um fólk, því við höfum ekki verið að takast á um málefni, er ekkert skrítið að það taki ákveðinn tíma að öll sár grói. Það er auðvitað engin skoðanakúgun innan Framsóknarflokksins hefur aldrei verið og flokksþingið var kannski besta dæmið um það.“Sigurður Ingi segir algerlega ótímabært að tjá sig um hugsanlegan eða óhugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.visir/vilhelmEn, og þá í tengslum við stöðu Framsóknarflokksins í ljósi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðna, þá segir Sveinn Hjörtur að það verði aldrei sátt nema Sigmundur Davíð verði ráðherra í ríkisstjórn, komi til þess að Framsóknarflokkurinn muni eiga aðild að henni. Eiginlega er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en kröfu af hans hálfu. „Það er algerlega ótímabært að ræða það. Ef ég vísa til umræðunnar eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, um hvernig slík stjórn gæti orðið, þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið þar ofarlega á blaði. Þannig að það er ótímabært að ræða það.“Stjórnarmyndun gengið hratt fyrir sig undanfarin aldarfjórðung Sigurður Ingi virðist vera býsna rólegur gagnvart myndun nýrrar stjórnar þó það liggi fyrir af hans hálfu vilji til að eiga aðild að nýrri stjórn. Almennt segir hann að allir stjórnmálaflokkar verði að velta fyrir sér, á þessum tímapunkti eftir kosningar, því að þeir skuldi almenningi það að setjast niður með ábyrgum hætti. „Það þarf að vera starfhæf ríkisstjórn í landinu og það er okkar verkefni að finna út úr því.“ Sigurður Ingi bendir á að í raun sé ekki langur tími liðinn frá kosningum. Ekki í sjálfu sér. „Við höfum, síðustu 25 ár, séð þetta gerast tiltölulega hratt. En ef við skoðum söguna lengra aftur, og hvað þá ef borið er saman við önnur lönd, þá er engin tími liðinn. Ég held að það sé eðlilegt að þetta taki tíma.“En, sé litið til undanfarinna tveggja áratuga eða svo, þá er ljóst að þetta er meiri pattstaða en áður hefur sést? „Klárlega.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19
Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent