Tesla kaupir þýskt tæknifyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 16:45 Frá verksmiðju Tesla í Fremont. Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla keypti í morgun þýska tæknifyrirtækið Grohmann Engineering. Þessi kaup Tesla eru fyrstu kaup fyrirtækisins á öðru fyrirtæki sem starfar í bíliðnaði og eru þau gerð svo auka megi framleiðslu Tesla og ekki veitir af þar sem 400.000 pantanir hafa borist í Tesla Model 3 bílinn. Grohmann Engineering er staðsett nálægt hinni þekktu Nürburgring kappakstursbraut en það er einnig með þrjú útibú í Bandaríkjunum og eitt í Kína. Grohmann Engineering framleiðir búnað til smíði bíla og er sá búnaður afar sjálfvirkur. Kaup Tesla á Grohmann Engineering verða kláruð í byrjun næsta árs og velta á því að samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi samþykki kaupin. Nafni Grohmann Engineering verður breytt í Tesla Advanced Automation Germany og til stendur að ráða þar til starfa yfir 1.000 nýja starfsmenn á næstu tveimur árum. Tesla stefnir að 500.000 bíla framleiðslu árið 2018 og kaupin á Grohmann Engineering er liður í að auka hressilega við framleiðslu Tesla. Á síðustu 4 árum hefur Tesla tekist að auka framleiðslu sína fimmfalt. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent
Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla keypti í morgun þýska tæknifyrirtækið Grohmann Engineering. Þessi kaup Tesla eru fyrstu kaup fyrirtækisins á öðru fyrirtæki sem starfar í bíliðnaði og eru þau gerð svo auka megi framleiðslu Tesla og ekki veitir af þar sem 400.000 pantanir hafa borist í Tesla Model 3 bílinn. Grohmann Engineering er staðsett nálægt hinni þekktu Nürburgring kappakstursbraut en það er einnig með þrjú útibú í Bandaríkjunum og eitt í Kína. Grohmann Engineering framleiðir búnað til smíði bíla og er sá búnaður afar sjálfvirkur. Kaup Tesla á Grohmann Engineering verða kláruð í byrjun næsta árs og velta á því að samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi samþykki kaupin. Nafni Grohmann Engineering verður breytt í Tesla Advanced Automation Germany og til stendur að ráða þar til starfa yfir 1.000 nýja starfsmenn á næstu tveimur árum. Tesla stefnir að 500.000 bíla framleiðslu árið 2018 og kaupin á Grohmann Engineering er liður í að auka hressilega við framleiðslu Tesla. Á síðustu 4 árum hefur Tesla tekist að auka framleiðslu sína fimmfalt.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent