Tesla kaupir þýskt tæknifyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 16:45 Frá verksmiðju Tesla í Fremont. Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla keypti í morgun þýska tæknifyrirtækið Grohmann Engineering. Þessi kaup Tesla eru fyrstu kaup fyrirtækisins á öðru fyrirtæki sem starfar í bíliðnaði og eru þau gerð svo auka megi framleiðslu Tesla og ekki veitir af þar sem 400.000 pantanir hafa borist í Tesla Model 3 bílinn. Grohmann Engineering er staðsett nálægt hinni þekktu Nürburgring kappakstursbraut en það er einnig með þrjú útibú í Bandaríkjunum og eitt í Kína. Grohmann Engineering framleiðir búnað til smíði bíla og er sá búnaður afar sjálfvirkur. Kaup Tesla á Grohmann Engineering verða kláruð í byrjun næsta árs og velta á því að samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi samþykki kaupin. Nafni Grohmann Engineering verður breytt í Tesla Advanced Automation Germany og til stendur að ráða þar til starfa yfir 1.000 nýja starfsmenn á næstu tveimur árum. Tesla stefnir að 500.000 bíla framleiðslu árið 2018 og kaupin á Grohmann Engineering er liður í að auka hressilega við framleiðslu Tesla. Á síðustu 4 árum hefur Tesla tekist að auka framleiðslu sína fimmfalt. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent
Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla keypti í morgun þýska tæknifyrirtækið Grohmann Engineering. Þessi kaup Tesla eru fyrstu kaup fyrirtækisins á öðru fyrirtæki sem starfar í bíliðnaði og eru þau gerð svo auka megi framleiðslu Tesla og ekki veitir af þar sem 400.000 pantanir hafa borist í Tesla Model 3 bílinn. Grohmann Engineering er staðsett nálægt hinni þekktu Nürburgring kappakstursbraut en það er einnig með þrjú útibú í Bandaríkjunum og eitt í Kína. Grohmann Engineering framleiðir búnað til smíði bíla og er sá búnaður afar sjálfvirkur. Kaup Tesla á Grohmann Engineering verða kláruð í byrjun næsta árs og velta á því að samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi samþykki kaupin. Nafni Grohmann Engineering verður breytt í Tesla Advanced Automation Germany og til stendur að ráða þar til starfa yfir 1.000 nýja starfsmenn á næstu tveimur árum. Tesla stefnir að 500.000 bíla framleiðslu árið 2018 og kaupin á Grohmann Engineering er liður í að auka hressilega við framleiðslu Tesla. Á síðustu 4 árum hefur Tesla tekist að auka framleiðslu sína fimmfalt.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent