Vivian leikur þýska konu í íslenskri hrollvekju Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2016 16:30 Vivian Ólafsdóttir. Nú er tökum að ljúka á íslensku hrollvekjunni Mara. Mara hefur verið í tökum í rúmt ár, en myndin er tekin upp á Vesturlandi og í Bandaríkjunum og verður hún gefin út á alþjóðlegum markaði á næsta ári. Mara fjallar í stuttu máli um par sem flytur frá Bandaríkjunum til Íslands til að opna gistiheimili úti í íslensku sveitinni. Þau kaupa gamalt hús og komast fljótt að því að það er ekki allt með felldu þegar þau finna djúpa holu í kjallaranum, en þar undir býr forn vættur sem aðeins hefur heyrst um í þjóðsögum. Stuttu eftir það fara stórfurðulegir hlutir að gerast. Leikstjóri myndarinnar er Elvar Gunnarsson, en með aðalhlutverk fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir. Einnig koma aðrir íslenskir stórleikarar við sögu, s.s. Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Þór Túliníus, Björn Jörundur og Darren Foreman. Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Vivian Ólafsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Miru í myndinni Mara. Mira er þýsk og starfar sem barnasálfræðingur. Hún kynnist Pétri, leikinn af Gunnari Kristinssyni, í Bandaríkjunum og þau ákveða að flytja út í íslensku sveitina og opna þar gistiheimili. Videoblogg Möru - Vivian Ólafs from 23 Frames on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nú er tökum að ljúka á íslensku hrollvekjunni Mara. Mara hefur verið í tökum í rúmt ár, en myndin er tekin upp á Vesturlandi og í Bandaríkjunum og verður hún gefin út á alþjóðlegum markaði á næsta ári. Mara fjallar í stuttu máli um par sem flytur frá Bandaríkjunum til Íslands til að opna gistiheimili úti í íslensku sveitinni. Þau kaupa gamalt hús og komast fljótt að því að það er ekki allt með felldu þegar þau finna djúpa holu í kjallaranum, en þar undir býr forn vættur sem aðeins hefur heyrst um í þjóðsögum. Stuttu eftir það fara stórfurðulegir hlutir að gerast. Leikstjóri myndarinnar er Elvar Gunnarsson, en með aðalhlutverk fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir. Einnig koma aðrir íslenskir stórleikarar við sögu, s.s. Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Þór Túliníus, Björn Jörundur og Darren Foreman. Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Vivian Ólafsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Miru í myndinni Mara. Mira er þýsk og starfar sem barnasálfræðingur. Hún kynnist Pétri, leikinn af Gunnari Kristinssyni, í Bandaríkjunum og þau ákveða að flytja út í íslensku sveitina og opna þar gistiheimili. Videoblogg Möru - Vivian Ólafs from 23 Frames on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira