Færeyski landsliðsmaðurinn Kaj Leó í Bartalsstovu er genginn í raðir ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta en þessi 25 ára gamli kantmaður spilaði með Íslandsmeisturum FH seinni hluta síðasta tímabils.
Kaj Leó spilaði með Steaua Búkarest í Rúmeníu áður en hann kom til Íslandsmeistaranna síðla sumars en þar náði hann aldrei að festa sér sæti í byrjunarliðinu.
FH var búið að gefa út að vængmaðurinn yrði ekki áfram í Hafnarfirðinu en hann kom aðeins við sögu í sex leikjum fyrir HM.
Kaj Leó er fyrsti leikmaðurinn sem Kristján Guðmundsson, nýr þjálfari ÍBV, fær til félagsins eftir að félagaskiptamarkaðurinn opnaði.
Kaj Leó frá FH í ÍBV
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn


