Mesta spennann ríkir um kosningarnar um sæti í öldungadeild bandaríska þingsins þar sem kosið verður um 34 af 100 sætum öldungardeildarinnar. Repúblikanar eru þar nú með nauman meirihluta, 54 þingmenn, gegn 44 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum.
Talið er þó líklegt að Demókrötum takist að ná meirihluta í öldungardeildinni á nýjan leik eftir að hafa tapað honum í síðustu öldungardeildarkosningum árið 2015. Af þeim 34 sætum sem kosið verður um í dag eru 24 í höndum Repúblikana en 10 í höndum Demókrata. Búist er við að Demókratar haldi að minnsta kosti sínu en bæti við sig sætum á kostnað Repúblikana.
Spennan er þó meiri Repúblikanamegin þar sem búist er við að minnsta kosti tvö öldungardeildarsæti, í Wisconsin og Illinois, myndi falla í hendur Repúblikana. Þá er baráttan í fimm ríkjum Repúblikana svo hörð að ekki er hægt að segja til um hver muni sigra.
Reikna má með að báðir flokkar fái að minnsta kosti 47 sæti en að sex sæti gætu sveiflast til eða frá. Erfitt er því að spá fyrir um hvor flokkurinn muni ná meirihluta í öldungardeildinni en samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight eru líkurnar nánast jafnar.

Samkvæmt könnunum er þó gert ráð fyrir að demókratar muni sækja á og ná um 201 sæti sem er þó fjarri því að duga til að ná meirihluta.
Þá verður einnig kosið um 12 ríkisstjórastöður en ekki er reiknað með miklum breytingum þar. Repúblikanar stýra nú 31 ríki og reiknað er með að sú tala haldist svipuð eftir kosningar dagsins.
Níu ríki kjósa um kannabis
Kjósendur í níu ríkjum munu kjósa um hvort lögleiða eigi kannabis í einhverju formi. Í Flórída, Montana, Norður-Dakóta og Arkansas verður um hvort leyfa eigi kannabis í lækningaskyni en í fimm ríkjum, Kaliforníu, Nevada, Arizona, Massachusettes og Maine, verður kosið um hvort að leyfa eigi þeim sem eldri eru en 21 árs að neyta kannabis-efna.
