Jones, sem var á hátindinum að flestra mati besti UFC-bardagamaður sögunnar, féll á lyfjaprófi fyrir UFC 200 bardagakvöldið þar sem hann átti að mæta Daniel Cormier. Tvö efni á bannlista fundust í lyfsýni hans.
Bandaríska lyfjaeftirlitið, WADA úrskurðaði Jones í bann. Hann segir í yfirlýsingu sem hann sendi á ESPN að hann vonaðist eftir betri niðurstöðu en er ánægður að það sé komið á hreint að hann sé ekki svindlari.

Sérstök nefnd innan lyfjaeftirlitsins rannsakaði málið og fannst málflutningur Jones trúverðugur. Pillurnar sem hann tók við risvandamálinu voru skoðaðar og þar kom sannleikurinn í ljós. Nefndið sagði að tilgangur lyfsins „væri að auka getu í kynlífi en ekki í íþróttum.“
Í skýrslu nefndarinnar kom enn fremur fram að Jones „væri ekki svindlari“ og að hann myndi ekki bara missa af ári frá keppni vegna alls þessa heldur verður hann af níu milljónum dala í tekjur.