„Dæmigerður kynáttunarvandi“ Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:00 Ég las grein fyrir stuttu þar sem trans fólk er notað sem viðfangsefni í greinarskrifum og er meðal annars talað um að persóna í íslenskri bókmenntasögu sé með „dæmigerðan kynáttunarvanda“ og að hún sé „strákur fæddur í kvenkynslíkama.“ Fyrir mörgum sýnist svona orðalag kannski ekki vera rosalega athugavert, en að baki liggur mjög gildishlaðin saga um viðhorf gagnvart trans fólki og kynvitund þess. Orðið kynáttunarvandi á rætur sínar að rekja til skilgreiningarinnar „gender identity disorder“, en sú skilgreining var í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) fram til ársins 2015. Þá var skilgreiningunni breytt í „gender dysphoria“ (isk. kynami). Grundvallarmunurinn á þessum tveimur skilgreiningum er sá að ekki er lengur gengið út frá því að trans fólk sé með geðsjúkdóm sem þarfnist lækningar, heldur er gengið út frá því að fólk geti upplifað mikla vanlíðan, ama, þunglyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni og að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því til að koma í veg fyrir slíkt og bæta andlega velferð einstaklingsins. Talið er að aðgangur að slíkri heilbrigðisþjónustu sé lífsnauðsynlegur fyrir þau sem á henni þurfa.Ekki geðrænt vandamál Hörfað hefur verið frá því að skilgreina trans fólk innan heilbrigðisgeirans og kynvitund þeirra sem geðrænt vandamál, enda eðli málsins annað. Trans fólk og kynvitund þess er ekki vandi með áttun á kyni eða geðrænt vandamál - það er einfaldlega önnur birtingarmynd kynvitundar. Sömuleiðis er einnig farið að hörfa frá því að tala um að trans fólki „hafi fæðist í líkama karlmanns/kvenmanns“. Slíkt ýtir undir þá hugmynd að trans fólk sé ekki raunverulega þess kyn sem þau upplifa sig og finnst mörgu trans fólki það niðrandi. Ég hef sjálft alltaf lýst því þannig að ég fæddist ekki í líkama einhvers karlmanns, heldur í mínum eigin líkama sem á að vera metin út frá mínum eigin forsendum. Almennt er talað um að trans fólki fái úthlutað ákveðið kyn við fæðingu. Sem dæmi hefði greinarhöfundur því getað sagt að persónan hefði verið strákur sem hefði fengið úthlutað kvenkyn við fæðingu. Persónulega finnst mér þessi greining mikið vanmat á upplifun fólks af kynhlutverkum samfélagins og kröfum þess. Það þarf að gera sterkan greinarmun á því að vera ekki sátt við samfélagsleg kynhlutverk og að vera trans manneskja. Við þurfum að geta horft gagnrýnum augum á félagslega mótuð kynhlutverk og gera okkur grein fyrir því að þau henta alls ekki og ganga oft út frá úreltum og fáranlegum hugmyndum. Það að vera þeim ósammála gerir einstakling ekki af trans manneskju, enda væri þá nánast allir sem ég þekki trans manneskjur. Það að vera trans manneskja snýst um mun djúpstæðari upplifun og ósamræmi við það kyn sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu og eru kynhlutverk þar hugsanlega þáttur, en langt því frá að vera úrslitavaldur.Rétt orðanotkun mikilvæg Það er mikilvægt að tileinka sér rétta orðanotkun sem að ýtir ekki undir ranghugmyndir eða röng hugrenningartengsl. Það að tala um að trans fólk sé haldið kynáttunarvanda ýtir undir sjúkdómsvæðingu þess sem að jaðarsetur þau og þeirra kynvitund enn frekar. Að tala um að trans fólk hafi ‘fæðst í líkama karls/konu’ spilar inn á það að þau hafi verið eitthvað en verði svo eitthvað annað. Trans fólk á að vera metið út frá eigin kynvitund en ekki því kyni sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Það er mín von að við getum færst framar í orðanotkun og reynt að skilja málefnu trans fólks til hlítar. Það er stór munur á því að nota úrelt orðalag vegna þess að við höfum ekki heyrt önnur sjónarmið eða þekkjum ekki þróunar á orðanotkun trans samfélagsins og að vera bókstaflega í valdastöðu gagnvart trans fólki og nota umdeilt orðalag. Það ætti að vera skylda þeirra sem eru í forsvari fyrir trans fólk og hafa lengi barist fyrir þeirra réttindum að tileinka sér rétta og faglega orðanotkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las grein fyrir stuttu þar sem trans fólk er notað sem viðfangsefni í greinarskrifum og er meðal annars talað um að persóna í íslenskri bókmenntasögu sé með „dæmigerðan kynáttunarvanda“ og að hún sé „strákur fæddur í kvenkynslíkama.“ Fyrir mörgum sýnist svona orðalag kannski ekki vera rosalega athugavert, en að baki liggur mjög gildishlaðin saga um viðhorf gagnvart trans fólki og kynvitund þess. Orðið kynáttunarvandi á rætur sínar að rekja til skilgreiningarinnar „gender identity disorder“, en sú skilgreining var í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) fram til ársins 2015. Þá var skilgreiningunni breytt í „gender dysphoria“ (isk. kynami). Grundvallarmunurinn á þessum tveimur skilgreiningum er sá að ekki er lengur gengið út frá því að trans fólk sé með geðsjúkdóm sem þarfnist lækningar, heldur er gengið út frá því að fólk geti upplifað mikla vanlíðan, ama, þunglyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni og að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því til að koma í veg fyrir slíkt og bæta andlega velferð einstaklingsins. Talið er að aðgangur að slíkri heilbrigðisþjónustu sé lífsnauðsynlegur fyrir þau sem á henni þurfa.Ekki geðrænt vandamál Hörfað hefur verið frá því að skilgreina trans fólk innan heilbrigðisgeirans og kynvitund þeirra sem geðrænt vandamál, enda eðli málsins annað. Trans fólk og kynvitund þess er ekki vandi með áttun á kyni eða geðrænt vandamál - það er einfaldlega önnur birtingarmynd kynvitundar. Sömuleiðis er einnig farið að hörfa frá því að tala um að trans fólki „hafi fæðist í líkama karlmanns/kvenmanns“. Slíkt ýtir undir þá hugmynd að trans fólk sé ekki raunverulega þess kyn sem þau upplifa sig og finnst mörgu trans fólki það niðrandi. Ég hef sjálft alltaf lýst því þannig að ég fæddist ekki í líkama einhvers karlmanns, heldur í mínum eigin líkama sem á að vera metin út frá mínum eigin forsendum. Almennt er talað um að trans fólki fái úthlutað ákveðið kyn við fæðingu. Sem dæmi hefði greinarhöfundur því getað sagt að persónan hefði verið strákur sem hefði fengið úthlutað kvenkyn við fæðingu. Persónulega finnst mér þessi greining mikið vanmat á upplifun fólks af kynhlutverkum samfélagins og kröfum þess. Það þarf að gera sterkan greinarmun á því að vera ekki sátt við samfélagsleg kynhlutverk og að vera trans manneskja. Við þurfum að geta horft gagnrýnum augum á félagslega mótuð kynhlutverk og gera okkur grein fyrir því að þau henta alls ekki og ganga oft út frá úreltum og fáranlegum hugmyndum. Það að vera þeim ósammála gerir einstakling ekki af trans manneskju, enda væri þá nánast allir sem ég þekki trans manneskjur. Það að vera trans manneskja snýst um mun djúpstæðari upplifun og ósamræmi við það kyn sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu og eru kynhlutverk þar hugsanlega þáttur, en langt því frá að vera úrslitavaldur.Rétt orðanotkun mikilvæg Það er mikilvægt að tileinka sér rétta orðanotkun sem að ýtir ekki undir ranghugmyndir eða röng hugrenningartengsl. Það að tala um að trans fólk sé haldið kynáttunarvanda ýtir undir sjúkdómsvæðingu þess sem að jaðarsetur þau og þeirra kynvitund enn frekar. Að tala um að trans fólk hafi ‘fæðst í líkama karls/konu’ spilar inn á það að þau hafi verið eitthvað en verði svo eitthvað annað. Trans fólk á að vera metið út frá eigin kynvitund en ekki því kyni sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Það er mín von að við getum færst framar í orðanotkun og reynt að skilja málefnu trans fólks til hlítar. Það er stór munur á því að nota úrelt orðalag vegna þess að við höfum ekki heyrt önnur sjónarmið eða þekkjum ekki þróunar á orðanotkun trans samfélagsins og að vera bókstaflega í valdastöðu gagnvart trans fólki og nota umdeilt orðalag. Það ætti að vera skylda þeirra sem eru í forsvari fyrir trans fólk og hafa lengi barist fyrir þeirra réttindum að tileinka sér rétta og faglega orðanotkun.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun