Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 21:37 Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum. vísir/Anton Brink „Það var nú svosem kannski ekki margt nýtt sem kom fram á fundinum. Þetta var bara svona spjall um hver væru aðal málefni flokkanna og svoleiðis. Sem svo sem hefur verið farið yfir áður en það var ágætt að fara yfir það aftur bara,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi. Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar. Aðspurður segir Benedikt ekki eiga von á tíðindum um formlegar viðræður. „Ég á nú ekki beinlínis von á því, en þetta svosem liggur hjá Bjarna, hann er í bílstjórasætinu.“Ólíklegt verður að telja að þau þessi, sem nú leiða tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins, starfi saman í ríkisstjórn.visir/anton brinkSamstarfið einskorðast ekki við Sjálfstæðisflokk Athygli hefur vakið að Benedikt og Óttarr hafa alltaf verið saman á fundum með Bjarna um stjórnarmyndunarviðræður, en fyrir kosningar hafði Óttarr lýst yfir vilja til samstarfs með Pírötum, Vinstri grænum og Samfylkingunni. „Við erum búnir að lýsa því yfir, við Óttarr, að við ætlum að hafa samleið í þessum viðræðum,“ segir Benedikt og bætir við að það samstarf einskorðist ekki við stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Ég held að það svosem tengist nú ekki Sjálfstæðisflokknum, það tengist bara okkar stefnumálum.“ Aðspurður segir Benedikt að fundurinn hafi verið ákveðið framhald af viðræðum síðustu viku. „Já það má segja það, það hafi verið þannig, það var reynt að skýra mál betur. Samskiptin eru fín en það er ekki þar með sagt að menn séu sammála um allt, en það var nú vitað fyrirfram.“ Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar. Ekki hefur náðst í Óttarr Proppé, Bjarna Benediktsson eða Katrínu Jakobsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í kvöld. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Elliði vill fara í stjórn með VG Elliði Vignisson telur vert að skoða ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna með aðkomu Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar. 31. október 2016 11:48 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson er með athyglisverða greiningu á stöðu mála við stjórnarmyndun þegar vika er liðin frá kjördegi. 5. nóvember 2016 20:58 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Það var nú svosem kannski ekki margt nýtt sem kom fram á fundinum. Þetta var bara svona spjall um hver væru aðal málefni flokkanna og svoleiðis. Sem svo sem hefur verið farið yfir áður en það var ágætt að fara yfir það aftur bara,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi. Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar. Aðspurður segir Benedikt ekki eiga von á tíðindum um formlegar viðræður. „Ég á nú ekki beinlínis von á því, en þetta svosem liggur hjá Bjarna, hann er í bílstjórasætinu.“Ólíklegt verður að telja að þau þessi, sem nú leiða tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins, starfi saman í ríkisstjórn.visir/anton brinkSamstarfið einskorðast ekki við Sjálfstæðisflokk Athygli hefur vakið að Benedikt og Óttarr hafa alltaf verið saman á fundum með Bjarna um stjórnarmyndunarviðræður, en fyrir kosningar hafði Óttarr lýst yfir vilja til samstarfs með Pírötum, Vinstri grænum og Samfylkingunni. „Við erum búnir að lýsa því yfir, við Óttarr, að við ætlum að hafa samleið í þessum viðræðum,“ segir Benedikt og bætir við að það samstarf einskorðist ekki við stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Ég held að það svosem tengist nú ekki Sjálfstæðisflokknum, það tengist bara okkar stefnumálum.“ Aðspurður segir Benedikt að fundurinn hafi verið ákveðið framhald af viðræðum síðustu viku. „Já það má segja það, það hafi verið þannig, það var reynt að skýra mál betur. Samskiptin eru fín en það er ekki þar með sagt að menn séu sammála um allt, en það var nú vitað fyrirfram.“ Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar. Ekki hefur náðst í Óttarr Proppé, Bjarna Benediktsson eða Katrínu Jakobsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í kvöld.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Elliði vill fara í stjórn með VG Elliði Vignisson telur vert að skoða ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna með aðkomu Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar. 31. október 2016 11:48 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson er með athyglisverða greiningu á stöðu mála við stjórnarmyndun þegar vika er liðin frá kjördegi. 5. nóvember 2016 20:58 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Elliði vill fara í stjórn með VG Elliði Vignisson telur vert að skoða ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna með aðkomu Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar. 31. október 2016 11:48
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25
Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05
Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson er með athyglisverða greiningu á stöðu mála við stjórnarmyndun þegar vika er liðin frá kjördegi. 5. nóvember 2016 20:58
Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44