Náðu ekki samkomulagi um fiskverð en viðræðurnar þokast áfram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 21:35 Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Vísir Ekki náðist samkomulag um fiskverð á fundi samninganefnda sjómanna og samninganefndar útgerðarmanna í dag en Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir þó að fundurinn hafi gengið vel en honum lauk um sexleytið. Verðlagsmálin eru það eina sem rætt er nú og vilja menn klára það áður en næstu skref verða tekin. Sjómenn hafa boðað verkfall sem hefjast á klukkan 23 næstkomandi fimmtudag. „Menn eru allavega að tala saman og ég held að það sé hægt að segja það að menn séu að tala á sömu nótunum. Á meðan menn eru að ræða saman þá miðast þetta áfram en svo hittumst við aftur klukkan 16 á morgun. Menn ætla svona að vinna heimavinnu og fara yfir þetta og svo fæst vonandi einhver niðurstaða varðandi fiskverðið á morgun en þá er allt annað eftir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samninganefndir hafa fundað með reglulegu millibili frá árinu 2012, en viðræður hófust fyrir alvöru síðasta haust. Aðspurður kveðst Guðmundur bjartsýnn á að menn nái saman áður en verkfall skellur á. „Á meðan menn eru að tala í sömu áttina þá er eitthvað að gerast,“ segir hann. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Ekki náðist samkomulag um fiskverð á fundi samninganefnda sjómanna og samninganefndar útgerðarmanna í dag en Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir þó að fundurinn hafi gengið vel en honum lauk um sexleytið. Verðlagsmálin eru það eina sem rætt er nú og vilja menn klára það áður en næstu skref verða tekin. Sjómenn hafa boðað verkfall sem hefjast á klukkan 23 næstkomandi fimmtudag. „Menn eru allavega að tala saman og ég held að það sé hægt að segja það að menn séu að tala á sömu nótunum. Á meðan menn eru að ræða saman þá miðast þetta áfram en svo hittumst við aftur klukkan 16 á morgun. Menn ætla svona að vinna heimavinnu og fara yfir þetta og svo fæst vonandi einhver niðurstaða varðandi fiskverðið á morgun en þá er allt annað eftir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samninganefndir hafa fundað með reglulegu millibili frá árinu 2012, en viðræður hófust fyrir alvöru síðasta haust. Aðspurður kveðst Guðmundur bjartsýnn á að menn nái saman áður en verkfall skellur á. „Á meðan menn eru að tala í sömu áttina þá er eitthvað að gerast,“ segir hann. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26