Afganskir flóttamenn flykkjast aftur til heimalandsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 15:17 Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum. Afganistan er því að taka við meira af afgönskum flóttamönnum á þessu ári en Evrópa og Suður-Asía til samans. Þetta kemur fram í grein New York Times.Sumir þeirra munu koma frá Evrópu en samkomulag náðist á milli Evrópusambandsins og Afganistans í október um að afhenda aftur þá afgönsku flóttamenn sem ekki fengu landvistarleyfi. Stór hluti kemur einnig frá Íran og Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar segja að Pakistan og Íran hýsi nú um 1,3 milljónir afganskra flóttamanna en þar að auki hafast um 700.000 óskráðra afganskra flóttamanna þar að. Verða fyrir áreiti Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið. Talsverður hluti þessara afgönsku flóttamanna hafa jafnvel dvalið í Pakistan í fleiri áratugi. Nú standa þeir hins vegar frammi fyrir því að þurfa að snúa aftur heim þar sem skilyrðin í nýju heimalöndunum séu orðin óbærileg og þeim gert erfitt fyrir af stjórnvöldum.Ströng tímamörk Stjórnvöld í Pakistan hafa einnig gefið óskráðum flóttamönnum þau fyrirmæli að þeir þurfi að afla sér löglegra skilríkja og pappíra á borð við landvistarleyfi og vegabréf. Þeir hafa til 15. nóvember næstkomandi en ef þeir hafa ekki náð að uppfylla þessi skilyrði fyrir þann tíma eiga þeir á hættu á því að verða handteknir eða vísað úr landi. Þessi þróun gæti valdið því að fleiri afganskir flóttamenn muni yfirgefa Pakistan á komandi vikum. Þeir geta flestir ekki farið aftur til gamla heimabæjar síns enda oft sem heimabærinn er illa farinn og stríðshrjáður.Gera stjórnvöldum erfitt fyrir Samkvæmt yfirvöldum í Afganistan gerir þessi mikli aðflutningur flóttamanna stjórnvöldum erfitt fyrir enda landið í erfiðri stöðu eftir mikil stríðsátök. Fjármagn vantar og hjálparsamtök ná ekki að halda utan um allan þennan fjölda sem streymir inn í landið. Samkvæmt afgönskum stjórnvöldum hefur stríðið í landinu leitt til mikilla brottfluttninga frá átakasvæðum landsins. Á síðustu tveimur mánuðum hafa 600.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og bætast því við þá 1,2 milljónir flóttamanna sem þegar voru í landinu. Þannig er flóttamannafjöldi þeirra sem dvalið hafa í landinu fljótlega kominn upp í 1,8 milljón manns. Við þetta bætist innflutningur 1,5 milljóna flóttamanna frá Evrópu, Pakistan og Íran. Það þýðir að þrjár milljónir flóttamanna, þeir sem sendir voru aftur til landsins og þeir sem aldrei fóru, dvelja nú innan landamæra Afganistans en það er mesti fjöldi sem hefur verið. Flóttamenn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum. Afganistan er því að taka við meira af afgönskum flóttamönnum á þessu ári en Evrópa og Suður-Asía til samans. Þetta kemur fram í grein New York Times.Sumir þeirra munu koma frá Evrópu en samkomulag náðist á milli Evrópusambandsins og Afganistans í október um að afhenda aftur þá afgönsku flóttamenn sem ekki fengu landvistarleyfi. Stór hluti kemur einnig frá Íran og Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar segja að Pakistan og Íran hýsi nú um 1,3 milljónir afganskra flóttamanna en þar að auki hafast um 700.000 óskráðra afganskra flóttamanna þar að. Verða fyrir áreiti Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið. Talsverður hluti þessara afgönsku flóttamanna hafa jafnvel dvalið í Pakistan í fleiri áratugi. Nú standa þeir hins vegar frammi fyrir því að þurfa að snúa aftur heim þar sem skilyrðin í nýju heimalöndunum séu orðin óbærileg og þeim gert erfitt fyrir af stjórnvöldum.Ströng tímamörk Stjórnvöld í Pakistan hafa einnig gefið óskráðum flóttamönnum þau fyrirmæli að þeir þurfi að afla sér löglegra skilríkja og pappíra á borð við landvistarleyfi og vegabréf. Þeir hafa til 15. nóvember næstkomandi en ef þeir hafa ekki náð að uppfylla þessi skilyrði fyrir þann tíma eiga þeir á hættu á því að verða handteknir eða vísað úr landi. Þessi þróun gæti valdið því að fleiri afganskir flóttamenn muni yfirgefa Pakistan á komandi vikum. Þeir geta flestir ekki farið aftur til gamla heimabæjar síns enda oft sem heimabærinn er illa farinn og stríðshrjáður.Gera stjórnvöldum erfitt fyrir Samkvæmt yfirvöldum í Afganistan gerir þessi mikli aðflutningur flóttamanna stjórnvöldum erfitt fyrir enda landið í erfiðri stöðu eftir mikil stríðsátök. Fjármagn vantar og hjálparsamtök ná ekki að halda utan um allan þennan fjölda sem streymir inn í landið. Samkvæmt afgönskum stjórnvöldum hefur stríðið í landinu leitt til mikilla brottfluttninga frá átakasvæðum landsins. Á síðustu tveimur mánuðum hafa 600.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og bætast því við þá 1,2 milljónir flóttamanna sem þegar voru í landinu. Þannig er flóttamannafjöldi þeirra sem dvalið hafa í landinu fljótlega kominn upp í 1,8 milljón manns. Við þetta bætist innflutningur 1,5 milljóna flóttamanna frá Evrópu, Pakistan og Íran. Það þýðir að þrjár milljónir flóttamanna, þeir sem sendir voru aftur til landsins og þeir sem aldrei fóru, dvelja nú innan landamæra Afganistans en það er mesti fjöldi sem hefur verið.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira