CBS hefur þetta eftir nafnlausum heimildum innan bandarísku leyniþjónustunnar. Ekki hafa komið fram neinar upplýsingar um ákveðið skotmark, en verið að að kanna hvort að þær upplýsingar sem hafi borist teljist trúverðugar.
Viðvaranir vegna hryðjuverkahættu koma jafnan oft upp í tengslum við hátíðir og fjölmenna viðburði og er talið að hryðjuverkasamtök hafi lengi stefnt að því að gera árásir á kjörstöðum á kosningadegi í Bandaríkjunum.
Talsmaður alríkislögreglunnar FBI vill ekki tjá sig um upplýsingarnar í samtali við CBS.
Yfirvöld eru jafnframt í viðbragðsstöðu vegna mögulegra tölvuárása á kjördegi þar sem óttast er að hakkarar geti dreift röngum upplýsingum sem hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna.